Handbolti

Stórt tap í úrslitaleiknum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Íslensku stelpurnar máttu þola 11 marka tap í úrslitaleiknum í dag.
Íslensku stelpurnar máttu þola 11 marka tap í úrslitaleiknum í dag. HSÍ

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum átján ára og yngri þurfti að sætta sig við 11 marka tap er liðið mætti Serbíu í úrslitaleik undankeppni Evrópumóts U18 ára landsliða kvenna í Sportski Centar “Vozdovac” í Belgrad, 31-20.

Íslenska liðið byrjaði brösulega og þær serbnesku skoruðu fyrstu gimm mörk leiksins. Fyrsta mark Íslands kom eftir um átta mínútna leik, en Serbarnir héldu áfram að þjarma að íslenska liðinu. Þegar liðin gengu til búningherbergja var munurinn átta mörk, 15-7.

Serbarnir héldu íslensku stelpunum í hæfilegri fjarlægð allan seinni hálfleikinn og hleyptu þeim í raun aldrei inn í leikinn. Að lokum varð niðurstaðan 11 marka sigur Serba, 31-20.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×