Sport

Júlían fékk sæti á Heimsleikunum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Júlían J.K. Jóhannsson, heimsmeistari í réttstöðulyftu, fékk í dag sæti á Heimsleikunum.
Júlían J.K. Jóhannsson, heimsmeistari í réttstöðulyftu, fékk í dag sæti á Heimsleikunum. Vísir/Vilhelm

Kraftlyftingamaðurinn Júlían J.K. Jóhannsson, heimsmeistari í réttstöðulyftu, fékk í dag úthlutað sæti frá Alþjóða lyftingasambandinu sæti á Heimsleikunum sem fram fara í Alabama í Bandaríkjunum næsta sumar.

Júlían átti ekki sitt besta mót á HM sem fram fór fyrr í þessum mánuði þar sem hann gerði ógilt í hnébeygju og bekkpressu. Heimsmeistarinn vann þó örugglega í réttstöðulyftu.

Það hafa því ábyggilega verið ljúfar fréttir fyrir Júlían þegar hann fékk staðfestingu á því í kvöld frá Alþjóða lyftingasambandinu að hann hafi fengið sæti á Heimsleikunum.

Heimsleikarnir eru stærsta fjölgreinamótið fyrir greinar sem ekki er keppt í á Ólympíuleikunum með um 3.500 keppendum í 34 greinum. Leikarnir eru haldnir sumarið eftir Ólympíuleikana og verða haldnir í Birmingham í Alabama næsta sumar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.