Enski boltinn

Eric Cantona: Ég er nýr knattspyrnustjóri Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eric Cantona er mikil týpa sem fer sínar eigin leiðir.
Eric Cantona er mikil týpa sem fer sínar eigin leiðir. EPA-EFE/ALEXANDRE DIMOU

Franska knattspyrnugoðsögnin Eric Cantona hefur aðeins kryddað umræðuna um næsta knattspyrnustjóra Manchester United.

Það hefur verið mikið rætt og skrifað hver muni taka við starfinu af Ole Gunnari Solskjær sem var rekinn á sunnudaginn. Michael Carrick tók við tímabundið en ætlunin er að annar tímabundinn stjóri stýri liðinu fram á vor. Þá verði síðan annar stjóri ráðinn í fasta stöðu.

En gæti það verið hetjan frá því þegar Manchester United komst aftur á sigurbraut á tíunda áratugnum.

Cantona setti inn myndband með sér þar sem hann tilkynnti að hann væri nýr stjóri Manchester United.

„Halló vinir mínir. Ég vil segja ykkur fyrst að ég er nýr knattspyrnustjóri Manchester United,“ sagði Eric Cantona og stekkur ekki bros.

„Ég mun segja ykkur seinna frá því hverjir verða í mínu frábæra þjálfarateymi,“ sagði Cantona eins og Sky Sports birti sem má sjá hér fyrir neðan.

Það verður auðvitað taka þessari yfirlýsingu með miklum fyrirvara en það er ljóst að Frakkanum leiðist eitthvað þófið að bíða eftir nýjum stjóra gamla liðsins síns.

Eric Cantona kom til Manchester United haustið 1992 og spilaði með liðinu til ársins 1997. Á þessum fimm tímabilum varð hann fjórum sinnum enskur meistari og tvivsar tvöfaldur meistari. Tímabilið 1994-95 missti hann af titlinum en þá var hann dæmdur í átta mánaða leikbann í febrúar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.