Fótbolti

West Ham tryggði sér sigur í H-riðli

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
West Ham tryggði sér í kvöld efsta sæti H-riðils í Evrópudeildinni.
West Ham tryggði sér í kvöld efsta sæti H-riðils í Evrópudeildinni. Johann Schwarz/SEPA.Media /Getty Images

Enska knattspyrnuliðið West Ham tryggði sér í kvöld sigur í H-riðli Evrópudeildarinnar með 2-0 sigri gegn Rapid Vín í Austurríki.

Andriy Yarmolenko kom Hömrunum yfir með skalla fimm mínútum fyrir hálfleik og Mark Noble tvöfaldaði forystu gestanna af vítapunktinum í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Hvorugu liðinu tókst að skora í seinni hálfleik og niðurstaðan varð því 2-0 sigur West Ham. Sigurinn tryggði liðinu efsta sæti H-riðils, en liðið er með 13 stig þegar ein umferð er eftir. Rapid Vín situr hins vegar á botninum með þrjú stig.

Í hinum leik H-riðils gerðu Dinamo Zagreb og Genk 1-1 jafntefli þar sem Luka Menalo kom Zagreb yfir stuttu fyrir hálfleik áður en Ike Ugbo jafnaði fyrir gestina í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Dinamo Zagreb siturí öðru sæti riðilsins með sjö stig, tveimur stigum meira en Genk fyrir lokaumferðina. Dinamo Zagreb nægir því jafntefli gegn West Ham í lokaumferðinni til að tryggja sér annað sæti riðilsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.