Ólafur Jónas: Ánægður með kraftinn Árni Jóhannsson skrifar 24. nóvember 2021 22:06 Ólafur Jónas gat verið ánægður á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Bára Dröfn Þjálfari Valskvenna, Ólafur Jónas Sigurðsson, var ánægður með framlag sinna leikmanna í kvöld í leik sem hefði getað verið snúinn upp á það að gera að leikmenn myndu mæta með hugann við eitthvað annað en Skallagrímur er á botni deildarinnar. Hann var sammála því að þetta hafi litið þægilega út og var ánægður með ýmislegt. „Ég var ánægður með framlagið í liðinu mínu. Við lögðum upp með að koma af krafti inn í leikinn og hugsa vel um vörnina okkar og við gerðum það. Þegar við náum að gera það þá gengur yfirleitt betur í sókninni.“ Ólafur var spurður að því hvort það hafi farið eitthvað um hann en liðið hans lenti undir í blábyrjun og voru gestirnir mjög áræðnar í að komast að körfunni. „Nei það fór ekkert um mig. Ég hef þjálfað hérna í tvö ár og ég held að við höfum aldrei byrjað leik vel. Þannig að það fór ekkert um mig. Alls ekki en við þurfum fara að byrja leiki betur en þetta.“ Níu af 11 leikmönnum Vals komust á blað í kvöld og var allt byrjunarliðið með meira en 10 stig skoruð. Ólafur var spurður að því hvort þetta vekti ekki ánægju hjá honum þar sem hann gat rúllað mannskapnum sínum vel. „Ég er rosalega ánægður með allar stelpurnar í dag. Allar sem komu inn af bekknum gáfu allt í þetta, voru harðar af sér varnarlega og voru að hlaupa hlutina rétt. Meira biður maður ekki um. Þær komu af þvílíkum krafti og Beta [Elísabet Thelma Róbertsdóttir] setur niður þrjú þriggja stiga skot í einhverjum fjórum tilraunum. Það er frábært.“ Að lokum var Ólafur beðinn um að meta framhaldið en það er stutt í toppinn í Subway deild kvenna en það eru nokkur lið í hnapp í efstu sætum deildarinnar. „Já við þurfum bara að hugsa um einn leik í einu en það er eitthvað sem við gerum alltaf. Næst er það bara Breiðablik í Kópavogi og við þurfum að mæta klárar í það.“ Subway-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Skallagrímur 92-47 | Skyldusigur hjá Val sem framkvæmdu verkið fagmannlega Botnlið Subway-deildar kvenna, Skallagrímur, hafði ekki erindi sem erfiði þegar þær sóttu Íslandsmeistara Vals heim í Origo höllina í kvöld. Valskonur lentu fjórum stigum undir í blábyrjun leiksins en eftir að hafa náð vopnum sínum var stigið á bensíngjöfina og keyrt fram úr Skallagrím. Öruggur sigur Vals staðreynd þar sem lokatölur urðu 92-47. 24. nóvember 2021 21:52 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
„Ég var ánægður með framlagið í liðinu mínu. Við lögðum upp með að koma af krafti inn í leikinn og hugsa vel um vörnina okkar og við gerðum það. Þegar við náum að gera það þá gengur yfirleitt betur í sókninni.“ Ólafur var spurður að því hvort það hafi farið eitthvað um hann en liðið hans lenti undir í blábyrjun og voru gestirnir mjög áræðnar í að komast að körfunni. „Nei það fór ekkert um mig. Ég hef þjálfað hérna í tvö ár og ég held að við höfum aldrei byrjað leik vel. Þannig að það fór ekkert um mig. Alls ekki en við þurfum fara að byrja leiki betur en þetta.“ Níu af 11 leikmönnum Vals komust á blað í kvöld og var allt byrjunarliðið með meira en 10 stig skoruð. Ólafur var spurður að því hvort þetta vekti ekki ánægju hjá honum þar sem hann gat rúllað mannskapnum sínum vel. „Ég er rosalega ánægður með allar stelpurnar í dag. Allar sem komu inn af bekknum gáfu allt í þetta, voru harðar af sér varnarlega og voru að hlaupa hlutina rétt. Meira biður maður ekki um. Þær komu af þvílíkum krafti og Beta [Elísabet Thelma Róbertsdóttir] setur niður þrjú þriggja stiga skot í einhverjum fjórum tilraunum. Það er frábært.“ Að lokum var Ólafur beðinn um að meta framhaldið en það er stutt í toppinn í Subway deild kvenna en það eru nokkur lið í hnapp í efstu sætum deildarinnar. „Já við þurfum bara að hugsa um einn leik í einu en það er eitthvað sem við gerum alltaf. Næst er það bara Breiðablik í Kópavogi og við þurfum að mæta klárar í það.“
Subway-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Skallagrímur 92-47 | Skyldusigur hjá Val sem framkvæmdu verkið fagmannlega Botnlið Subway-deildar kvenna, Skallagrímur, hafði ekki erindi sem erfiði þegar þær sóttu Íslandsmeistara Vals heim í Origo höllina í kvöld. Valskonur lentu fjórum stigum undir í blábyrjun leiksins en eftir að hafa náð vopnum sínum var stigið á bensíngjöfina og keyrt fram úr Skallagrím. Öruggur sigur Vals staðreynd þar sem lokatölur urðu 92-47. 24. nóvember 2021 21:52 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Leik lokið: Valur - Skallagrímur 92-47 | Skyldusigur hjá Val sem framkvæmdu verkið fagmannlega Botnlið Subway-deildar kvenna, Skallagrímur, hafði ekki erindi sem erfiði þegar þær sóttu Íslandsmeistara Vals heim í Origo höllina í kvöld. Valskonur lentu fjórum stigum undir í blábyrjun leiksins en eftir að hafa náð vopnum sínum var stigið á bensíngjöfina og keyrt fram úr Skallagrím. Öruggur sigur Vals staðreynd þar sem lokatölur urðu 92-47. 24. nóvember 2021 21:52
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum