Kastaði eigin leikmanni til: „Helvítis viðbjóður. Grey stelpurnar“ Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2021 10:30 Gheorghe Tadicis kom illa fram við Gabrielu Vrabie, leikmann sinn, í leik í síðustu viku. Skjáskot/Facebook Kallað hefur verið eftir því að rúmenskur þjálfari fari í bann frá handbolta eftir dreifingu myndbands þar sem hann sést skamma eina af konunum sem hann þjálfar og kasta henni svo til í átt að varamannabekknum. Þjálfarinn er hinn 69 ára gamli Gheorghe Tadicis, fyrrverandi landsliðsþjálfari Rúmeníu, sem áður hefur verið gagnrýndur fyrir að fara illa með leikmenn sína. Fyrir viku síðan stýrði hann liði sínu Zalau gegn Ramnicu Valcea í rúmensku úrvalsdeildinni. Þar sást þegar hann greip í handlegg hinnar 21 árs gömlu Gabrielu Vrabie, skammaði hana og henti svo til. Þeim sem fylgst hafa með störfum Tadicis kemur framganga hans ekki á óvart. Á meðal þeirra sem lýsa yfir hneykslun sinni er norska landsliðskonan Amanda Kurtovic sem spilar með Búkarest í Rúmeníu. „Í burtu með hann. Helvítis viðbjóður. Grey stelpurnar,“ skrifaði Kurtovic um leið og hún deildi myndbandinu hér að ofan á Instagram. „Það er sorglegt að sjá þetta og það er skelfilegt að Tadici fái að halda svona áfram. Það er algjört hneyksli. Það verður eitthvað fullorðið fólk að stoppa manninn í eitt skipti fyrir öll,“ segir Bent Svele, handboltasérfræðingur TV 2 í Noregi. „Það er óafsakanlegt hvernig hann fer með leikmenn sína. Svona hefur hann hagað sér áður, í mörg ár, en ég hélt að þessu væri lokið. Rússinn Evgeníj Trefilov hefur oft vakið athygli en hann hefur ekki verið nálægt því að vera með svona líkamsbeitingu,“ segir Svele og vísar til Trefilov, fyrrverandi landsliðsþjálfara Rússa, sem oft sást húðskamma sína leikmenn. Bent Dahl, þjálfari liðs Valcea sem Tadicis og hans lið mætti í síðustu viku, bendir á að Rúmeninn sé þegar búinn að fá langt bann á þessari leiktíð. „Hann fékk átta leikja bann fyrr á þessari leiktíð fyrir það hvernig hann fór með sína eigin leikmenn. Því var áfrýjað og bannið stytt niður í fjóra leiki. Svo mætir hann aftur og þá gerist þetta. Myndirnar segja meira en mín orð,“ sagði Dahl. Handbolti Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Sjá meira
Þjálfarinn er hinn 69 ára gamli Gheorghe Tadicis, fyrrverandi landsliðsþjálfari Rúmeníu, sem áður hefur verið gagnrýndur fyrir að fara illa með leikmenn sína. Fyrir viku síðan stýrði hann liði sínu Zalau gegn Ramnicu Valcea í rúmensku úrvalsdeildinni. Þar sást þegar hann greip í handlegg hinnar 21 árs gömlu Gabrielu Vrabie, skammaði hana og henti svo til. Þeim sem fylgst hafa með störfum Tadicis kemur framganga hans ekki á óvart. Á meðal þeirra sem lýsa yfir hneykslun sinni er norska landsliðskonan Amanda Kurtovic sem spilar með Búkarest í Rúmeníu. „Í burtu með hann. Helvítis viðbjóður. Grey stelpurnar,“ skrifaði Kurtovic um leið og hún deildi myndbandinu hér að ofan á Instagram. „Það er sorglegt að sjá þetta og það er skelfilegt að Tadici fái að halda svona áfram. Það er algjört hneyksli. Það verður eitthvað fullorðið fólk að stoppa manninn í eitt skipti fyrir öll,“ segir Bent Svele, handboltasérfræðingur TV 2 í Noregi. „Það er óafsakanlegt hvernig hann fer með leikmenn sína. Svona hefur hann hagað sér áður, í mörg ár, en ég hélt að þessu væri lokið. Rússinn Evgeníj Trefilov hefur oft vakið athygli en hann hefur ekki verið nálægt því að vera með svona líkamsbeitingu,“ segir Svele og vísar til Trefilov, fyrrverandi landsliðsþjálfara Rússa, sem oft sást húðskamma sína leikmenn. Bent Dahl, þjálfari liðs Valcea sem Tadicis og hans lið mætti í síðustu viku, bendir á að Rúmeninn sé þegar búinn að fá langt bann á þessari leiktíð. „Hann fékk átta leikja bann fyrr á þessari leiktíð fyrir það hvernig hann fór með sína eigin leikmenn. Því var áfrýjað og bannið stytt niður í fjóra leiki. Svo mætir hann aftur og þá gerist þetta. Myndirnar segja meira en mín orð,“ sagði Dahl.
Handbolti Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Sjá meira