Lífið

Konfettísprengja og Carlsen byrjar með svart

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þeir Ian Nepomniachtchi og Magnus Carlsen á blaðamannafundi í gær. 192 lönd taka þátt í EXPO 2020 Dubai ráðstefnunni sem stendur yfir út mars 2022.
Þeir Ian Nepomniachtchi og Magnus Carlsen á blaðamannafundi í gær. 192 lönd taka þátt í EXPO 2020 Dubai ráðstefnunni sem stendur yfir út mars 2022. EPA-EFE/ALI HAIDER

Fyrsta skákin í heimsmeistaraeinvígi Magnúsar Carlsen og Ian Nepomniachtchi hefst klukkan 12:30 að íslenskum tíma í morgun. Teflt er í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Skorið var úr um það hvor hæfi leik með hvítt í fyrstu skákinni með viðburði sem minnti á kynjaveislu. Þannig voru tvær gylltar blöðrur, fylltar af annars vegar hvítu og hins vegar svörtu konfettí, settar fyrir framan skáksnillingana tvo. 

Kom í hlut Magnúsar heimsmeistara að sprengja þá fyrri. Svart konfettí þýddi að hann byrjar með svart. Formsins vegna sprengdi Nepomniachtchi hina blöðruna og fékk hvítt konfettí.

Blöðrusprengingarnar má sjá að neðan.

Norðmaðurinn og Rússinn, sem báðir eru fæddir ár því herrans ári 1990, tefla fjórtán skákir og stendur einvígi þeirra til þriðjudagsins 14. desember nema annar þeirra nái 7,5 vinningi fyrir þann tíma. Verði jafnt að loknum fjórtán skákum verður tefld úrslitaskák 15. desember með skemmri umhugsunartíma.

Fram kemur á vef Skáksambandsins að Magnús þyki mun sigurstranglegri í einvíginu þó ekki megi vanmeta Nepomniachtchi sem hafi oft náð góðum úrslitum gegn Carlsen. Carlsen hefur unnið 31 sinni unnið sigur á stórmóti í skák en Nepomniachtchi tíu sinnum.

Faðir Magnúsar skoðar aðstöðuna í Dubai.

Hægt er að horfa á allar skákirnar í norska ríkissjónvarpinu, NRK 1, en stöðin er meðal annars aðgengileg í sjónvarpspakka Stöðvar 2. Heimasíða mótsins
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.