Fótbolti

Ísak skoraði eitt og lagði upp tvö í Sambandsdeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ísak Bergmann var sjóðandi heitur í liði FCK í kvöld.
Ísak Bergmann var sjóðandi heitur í liði FCK í kvöld. Vísir/Jónína Guðbjörg

Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrsta mark FC Köbenhavn og lagði upp seinustu tvö er liðið vann 4-0 stórsigur geg Lincoln Red Imps frá Gíbraltar í Sambandsdeild Evrópu í kvöld.

Ísak kom gestunum frá Kaupmannahöfn yfir strax á fimmtu mínútu áður en Lukas Lerager breytti stöðunni í 2-0 tveimur mínútum síðar.

Staðan var því - þegar flautað var til hálfleiks, en á 63. mínútu kom William Boeving Kaupmannahafnarliðinu í 3-0 eftir stoðsendingu frá Ísaki Bergmann.

Ísak lagði svo sitt annað mark upp tíu mínútum síðar, í þetta skipti fyrir Rasmus Hoejlund. Það reyndist seinasta mark leiksins og 4-0 stórsigur FCK því staðreynd.

Kaupmannahafnarliðið tryggði sér efsta sæti riðilsins með sigrinum, en liðið hefur 12 stig þegar einn leikur er eftir. Lincoln Red Imps er hins vegar enn án stiga á botni riðilsins.

Úrslit kvöldsins

Úrslit kvöldsins hingað til í Sambandsdeildinni

A-riðill

HJK 1-0 FC Alashkert

B-riðill

Flora Tallin 1-0 Partizan Beograd

E-riðill

Maccabi Haifa 0-1 Union Berlin

Slavia Prague 2-2 Feyenoord

F-riðill

Lincoln Red Imps 0-4 FCK

Slovan Bratislava 0-0 PAOK

G-riðill

Mura 2-1 Tottenham

Rennes 3-3 Vitesse

H-riðill

Kairat Almaty 2-3 Basel

Qarabag 2-2 Omonia Nicosia
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.