Fótbolti

Alfons og Albert komnir í útsláttakeppni Sambandsdeildarinnar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alfons í leik gegn Roma í Sambandsdeildinni fyrr í þessum mánuði.
Alfons í leik gegn Roma í Sambandsdeildinni fyrr í þessum mánuði. Silvia Lore/Getty Images

Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt tryggðu sér sæti í útsláttakeppni Smbandsdeildarinnar með 2-0 sigri gegn CSKA Sofia og Albert Guðmundsson og félagar hans í AZ Alkmaar tryggðu sér sigur í sínum riðli er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Jablonec.

Sondre Brunstad Fet kom Alfons og félögum yfir um miðjan fyrri hálfleikinn áður en Erik Botheim tryggði liðinu 2-0 sigur fimm mínútum fyrir leikslok.

Alfons spilaði allan leikinn í hægri bakverði hjá Bodø/Glimt, en liðið er nú með 11 stig fyrir lokaumferðina, einu stigi meira en Roma sem situr í öðru sæti. Alfons og félagar þurfa því á sigri að halda gegn Zorya í lokaumferðinni til að tryggja sér sigur í riðlinum.

Þá spilaði Albert Guðmundsson seinustu tíu mínúturnar fyrir AZ Alkmaar er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Jablonec og tryggði sér þar með sigur í D-riðli. Liðið hefur 11 stig þegar ein umferð er eftir, fjórum stigum meira en Randers sem situr í öðru sæti.

Randers vann 2-1 sigur gegn CFR Cluj í kvöld, en Rúnar Már Sigurjónsson kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Cluj.

Úrslit kvöldsins

A-riðill

Maccabi Tel Aviv 0-1 LASK

B-riðill

Anorthosis 1-0 Gent

C-riðill

Bodø/Glimt 2-0 CSKA Sofia

Roma 4-0 Zorya

D-riðill

Jablonec 1-1 AZ Alkmaar

Randers 2-1 CFR Cluj


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.