Handbolti

Íslendingarnir áttu stórleik í liði Stuttgart | Melsungen hafði betur í Íslendingaslagnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Viggó Kristjánsson var frábær í dag
Viggó Kristjánsson var frábær í dag Getty/Tom Weller

Það voru Íslendingar í eldlínunni í þremur leikjum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Viggó Kristjánsson og Andri Már Rúnarsson skoruðu saman 12 mörk fyrir Stuttgart er liðið vann fimm marka útisigur á Erlangen og Íslendingalið Melsunen vann nauman sigur gegn Rhein-Necker Löwen í Íslendingaslag.

Gestirnir frá Stuttgart skoruðu fyrstu sex mörk leiksins er liðið heimsótti Erlangen. Liðið hélt heimamönnum í hæfilegri fjarlægð út hálfleikinn, og þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 17-13, Stuttgart í vil.

Stuttgart hleypti heimamönnum raunar aldrei nálægt sér í leiknum og unnu að lokum öruggan fimm marka sigur, 32-27. Viggí Kristjánsson var markahæstur í liði gestanna með sjö mörk, en þar á eftir kom Andri Már Rúnarsson með fimm.

Stuttgart situr nú í 15. sæti deildarinnar með sjö stig, fimm stigum á eftir Erlangen sem situr í níunda sæti.

Elvar Örn Jónsson skoraði  fjögur mörk fyrir Melsungen er liðið vann nauman eins marks sigur gegn Ými Erni Gíslasyni og félögum í Rhein-Neckar Löwen, 25-24. Arnar Freyr Arnarsson og Alexander Petersson komust ekki á blað fyrir Melsungen, en liðið er nú í sjötta sæti deildarinnar með 14 stig, tveimur stigum á undan Ljónunum sem sitja í 12. sæti.

Þá þurftu Daníel Þór Ingason og félagar hans í Balingen að sætta sig við fjögurra marka tap gegn Göppingen, 30-26. Daníel Þór skoraði þrjú mörk fyrir Balingen sem situr í 16. sæti með sex stig, níu stigum á eftir Göppingen sem vermir fjórða sæti deildarinnar.

Janus Daði Smárason var ekki með Göppingen vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×