Fleiri fréttir

Frakkar hristu af sér Slóvena

Frakkar eru komnir með ansi vænlega stöðu í milliriðli II á EM eftir níu marka sigur á Slóvenum, 37-28, í Innsbruck í dag.

Ekkert gekk hjá Njarðvíkurliðinu með Nick inn á

Nick Bradford varð að sætta sig við tap á móti gömlu félögum sínum í Grindavík í Iceland Express deildinni í gærkvöldi en í leiknum á undan hafði Njarðvíkurliðið steinlegið í bikarnum fyrir ennþá eldri félögum Nick úr Keflavík.

Jermain Defoe ekki lengur vítaskytta Tottenham

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur ákveðið það að Jermain Defoe sé ekki lengur vítaskytta liðsins eftir að framherjinn knái klikkaði enn einu sinn á vítaspyrnu í bikarleiknum á móti Leeds um helgina.

Ingimundur byrjar leikinn

Ingimundur Ingimundarson verður í byrjunarliði íslenska landsliðsins gegn Rússlandi í dag. Þetta staðfesti Elís Þór Rafnsson, sjúkraþjálfari íslenska liðsins, við Vísi nú rétt í þessu.

Danir svekktir út af jafnteflinu í gær

Danir eru ekki ánægðir með að Króatía hafi ekki unnið sigur á Íslandi í fyrstu umferð milliriðlakeppninnar í Vínarborg á EM í handbolta í Austurríki. Ísland og Króatía skildu jöfn í gær, 26-26.

Nóg af leikjum á EM í Austurríki í dag

Öll tólf liðin sem eru enn eftir í keppninni um Evrópumeistaratitilinn 2010 spila á Evrópumótinu í Austurríki í dag. Fjörið byrjar með leik Íslendinga og Rússa klukkan 15.00 en síðustu tveir leikir dagsins hefjast síðan klukkan 19.15 í kvöld.Óskar Ó

Forsetinn kynnti nýjan Formúlu 1 kappa

Jose Maria Lopez frá Argentínu verður ökumaður nýja liðs USF1, sem er staðsett í Charlotte í Bandaríkjunum. Hann var um þriggja ára skeið þróunarökumaður Renault, en hvarf svo til síns heima og réði lögum og löfum mótaröðunm á heimavelli.

Pavel kominn í KR - meistararnir fá hann á láni frá Spáni

Íslandsmeistarar KR hafa fengið landsliðsbakvörðinn Pavel Ermolinski lánaðan út keppnistímabilið frá spænska liðinu Caceres. Pavel verður klár í næsta leik sem er gegn Grindavík 4 febrúar. Þetta kemur fram á heimasíðu þeirra KR-inga.

Ingimundur tognaði á nára

Ingimundur Ingimundarson tognaði á nára í leiknum gegn Króatíu í gær en engu að síður er stefnt að því að hann spili gegn Rússum í dag.

Franskir dómarar í dag

Það verða franska dómaraparið Nordine Lazaar og Laurent Reveret sem mun dæma viðureign Íslands og Rússlands á Evrópumeistaramótinu í handbolta í dag. Þetta er í annað skiptið sem þeir dæma hjá Rússum.

Ísland-Króatía - Myndasyrpa

Leikur Íslands og Króatíu á EM í gær var leikur mikilla átaka þar sem mikið gekk á allt til enda leiksins.

Lino Cervar: Sanngjörn úrslit

Lino Cervar, landsliðsþjálfari Króatíu, var ánægður með úrslitin í leiknum gegn Íslandi í gær. Honum lyktaði með jafntefli, 26-26.

Alan Shearer: Rooney ber uppi United-liðið

Alan Shearer, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, segir að Wayne Rooney hafi borið uppi lið Manchester United á þessu tímabili en Rooney er búinn að skora 19 deildarmörk og er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni.

Nígería og Egyptaland komin í undanúrslit í Afríkukeppninni

Sigurganga Egypta heldur áfram í Afríkukeppninni eftir að þeir slógu út Kamerúna í átta liða úrslitum í gær. Egyptar hafa unnið Afríkukeppnina í tvö síðustu skipti og mæta nú Alsír í undanúrslitaleiknum. Í hinum leiknum mætast Nígería og Gana.

Framtíðin óráðin hjá Favre

Hinn fertugi Brett Favre, leikstjórnandi Minnesota Vikings, vildi ekki gefa það út eftir tapið gegn New Orleans í nótt hvort hann væri loksins hættur í boltanum.

Rooney segist ekki vera á förum

Það er mikið slúðrað um það þessa dagana að Wayne Rooney gæti verið á förum frá Man. Utd. Það er ekki síst slæm fjárhagsstaða félagsins sem hefur kveikt í slúðursögunum.

Öruggur sigur Dana á Rússum

Stórtap Dana gegn Íslendingum sat ekki í liðinu í kvöld er liðið vann öruggan og þægilegan sigur á Rússum, 34-28.

Norðmenn lögðu Austurríki

Baráttuglaður Austurríkismenn urðu að játa sig sigraða gegn Norðmönnum í dag en bæði lið eru í sama milliriðli og Ísland.

Róbert: Spiluðum mjög vel

Róbert Gunnarsson var mjög ánægður með frammistöðu íslenska landsliðsins í handbolta gegn því króatíska er liðin skildu jöfn, 26-26, á EM í Austurríki.

Guðjón Valur: Sárt að ná ekki sigrinum

Guðjón Valur Sigurðsson segir að það hafi verið sárt að hafa ekki náð að landa tveimur stigum úr leiknum gegn Króatíu á EM í handbolta í dag.

Michael Schumacher: Titilinn er markmiðið

Þjóðverjinn Michael Schumacher segir að Mercedes liðið hafi allt sem til þarf til að ná meistaratitilinum í Forúlu 1 á árinu, enda varð Ross Brawn meistari með Brawn liðinu sem er grunnur Mercedes.

Guðmundur: Mjög ódýrir brottrekstrar

Guðmundur Guðmundsson var vonsvikinn eftir leik Íslands og Króatíu á EM í handbolta í Vínarborg í dag. Leiknum lyktaði með jafntefli, 26-26.

Shay Given valdi City til þess að vinna titla

Shay Given, markvörður Manchester City, hefur átt frábæra leiki með félaginu á þessu tímabili og á mikinn þátt í velgengi liðsins. Hann segist ekki hafa valið City vegna peninganna heldur vegna þess að hann vildi ólmur vinna titla á sínum ferli.

Liverpool reynir að fá Jovanovic frítt í sumar

Liverpool hefur boðið serbneska framherjanum Milan Jovanovic þriggja ára samning að virði um tíu milljóna punda sé hann tilbúinn að koma til liðsins á frjálsri sölu í sumar. Samningur Jovanovic við belgíska liðið Standard Liege rennur út í sumar.

Nick Bradford mætir sínum gömlu félögum í Grindavík í kvöld

Nick Bradford og félagar í Njarðvík reyna að koma sér aftur í gang í kvöld, eftir bikarskellinn á móti Keflavík á dögunum, þegar liðið fær Grindavík í heimsókn í Ljónagryfjuna í Njarðvík í Iceland Express deild karla. Nick Bradford spilaði eins og kunnugt er með Grindavík við mjög góðan orðstír í fyrra.

Cristiano Ronaldo fékk að heyra það í spænsku blöðunum

Cristiano Ronaldo varð harðlega gagnrýndur í spænskum fjölmiðlum í morgun eftir framkomu sína í 2-0 sigri Real Madrid á Malaga í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Ronaldo skoraði bæði mörk Real í lok fyrri hálfleiks en var síðan rekinn útaf fyrir olnbogaskot í seinni hálfleik.

Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmóti

Strákarnir okkar þurfa að brjóta blað í sögunni ætli þeir sér sigur á móti Króatíu í fyrsta leik sínum í í milliriðlinum á Evrópumótinu í handbolta í Austurríki. Ísland mætir Króatíu klukkan 15.00 í dag.

Sjá næstu 50 fréttir