Handbolti

Aron Kristjánsson: Þeir eru mjög þungir og seinir á löppunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Kristjánsson, EM-sérfræðingur Vísis.
Aron Kristjánsson, EM-sérfræðingur Vísis.
Aron Kristjánsson, EM-sérfræðingur Vísis, er bjartsýnn á sigur á móti Rússum í öðrum leik Íslands í milliriðlinum á Evrópumótinu í Austurríki en leikurinn hefst klukkan 15,00 og verður í beinni hér á Vísi.

„Mér lýst mjög vel á þennan leik. Íslenska liðið er búið að standa sig mjög vel í síðustu tveimur leikjum. Ég sá Rússana á móti Dönunum og þeir eru lítið búnir að þróa sig síðustu tíu árin."

„Þeir eru stórir og þungir, spila 5:1 vörn og eru þannig séð sterkir í henni. Ef við náum að nýta okkar fljótu leikmenn þá eigum við að geta opnað þá vörn svipað og Danir gerðu frekar auðveldlega á móti þeim."

„Danir fóru illa með þá en ég held að Rússarnir verði okkur erfiðari. Þetta er hörku handboltaþjóð, þeir eru búnir að spila eins í mörg ár og þeir þekkja hvern annan út og inn enda langflestir að spila saman í Medved í Rússlandi. Þetta er vel smurð maskína en ég held bara að íslenska liðið sé sterkara."

„Þetta er reynt lið og kunna sitt spila inn og út. Ef maður nær að kortleggja þá þá eiga þeir mjög fá svör."

„Varnarlega eru þeir mjög þungir og seinir á löppunum. Þeir eru mjög stórir og ef þeir fá að standa nálægt hvorum öðrum þá geta þeir verið illviðráðanlegir. Um leið og þeir eru dregnir frá hvorum öðrum í vörninni og við getum fengið aðstæður þar sem við erum að nýta okkur svæði í kringum þessa stóru leikmenn þá held ég að þeir eigi eftir að vera í miklum vandræðum."

„Róbert hefur verið frábær á línunni í þessari keppni og ég held að þeir eigi eftir að eiga í erfiðleikum með hann dag. Ég held líka að þeir geti átt í miklum erfiðleikum með vörnina okkar ef við spilum áfram eins "aggressíva" vörn og við höfum verið að spila í síðustu leikjum," sagði Aron.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×