Handbolti

Róbert: Spiluðum mjög vel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Róbert var öflugur í dag.
Róbert var öflugur í dag. Mynd/DIENER

Róbert Gunnarsson var mjög ánægður með frammistöðu íslenska landsliðsins í handbolta gegn því króatíska er liðin skildu jöfn, 26-26, á EM í Austurríki.

„Þetta er hrikalega svekkjandi því við áttum meira skilið. Þetta var algjörlega ólíkt hinum jafnteflum okkar í keppninni þegar við köstuðum sigrinum frá okkur í bæði skiptin. Það gerðum við ekki í dag.“

„Okkur líður eins og þeir hafi stolið stigi af okkur því við vorum að sinna okkar vinnu mjög vel. Það er með ólíkindum að þetta hafi farið svona,“ sagði Róbert.

Hann sagði sóknarleikinn hafa gengið mjög vel enda gekk oft vel að finna Róbert á línunni.

„Við vorum búnir að greina varnarleikinn þeirra vel og vissum nákvæmlega hvað við þurftum að gera. Það opnaðist mikið fyrir alla í liðinu og það er leiðinlegt að við náðum ekki að klára leikinn fyrr.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×