Enski boltinn

Shay Given valdi City til þess að vinna titla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Shay Given dreymir um að vinna titla.
Shay Given dreymir um að vinna titla. Mynd/AFP

Shay Given, markvörður Manchester City, hefur átt frábæra leiki með félaginu á þessu tímabili og á mikinn þátt í velgengi liðsins. Hann segist ekki hafa valið City vegna peninganna heldur vegna þess að hann vildi ólmur vinna titla á sínum ferli.

Hinn 33 ára Shay Given hefur „aðeins" unnið tvo titla á ferlinum, árið 1996 vann hann ensku b-deildina þegar hann var í láni hjá Sunderland og árið 2007 vann hann InterToto-keppnina með Newcastle.

„Ég er farinn að bíða örvæntingarfullur yfir því að vinna einhverja titla á ferlinum. Ég kom til City til þess að breyta því þar sem að ég veit að klúbburinn á raunhæfa möguleika á því að vinna titla," sagði Shay Given við The Sunday Mirror.

„Ég veit að ég á nokkur góð ár eftir og á þeim tíma vonast ég eftir að vera búinn að vinna nokkra titla með Manchester City," sagði Shay Given en City-liðið á enn möguleika á því að vinna báðar bikarkeppnir þó svo að möguleikinn á því að vinna ensku deildina í vetur sé hinsvegar fjarlægur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×