Handbolti

Lino Cervar: Sanngjörn úrslit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Lino Cervar, landsliðsþjálfari Króatíu.
Lino Cervar, landsliðsþjálfari Króatíu. Mynd/DIENER/Leena Manhart
Lino Cervar, landsliðsþjálfari Króatíu, var ánægður með úrslitin í leiknum gegn Íslandi í gær. Honum lyktaði með jafntefli, 26-26.

„Ég vil óska Íslandi til hamingju með að hafa spilað mjög vel í leiknum. Ég tel að úrslitin í leiknum hafi verið sanngjörn," sagði hann eftir leikinn í gær.

„Þetta var afar mikilvægur leikur fyrir okkur. Ísland spilaði betur í fyrri hálfleik og við betur í þeim síðari."

„Ég verð líka að óska mínum leikmönnum til hamingju enda vorum við þremur mörkum undir þegar tólf mínútur voru eftir. Samt náðu þeir að jafna og áttu möguleika á að skora sigurmarkið í lokin."

Vedran Zrnic átti mjög góðan leik með Króatíu í gær og sagði viðureignina gegn Íslandi hafa verið mjög erfiða.

„Við spiluðum mjög illa í fyrri hálfleik en okkur tókst að koma okkur aftur inn í leikinn. Við þurfum að vera jákvæðir því leikurinn við Austurríki a morgun verður heldur ekki auðveldur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×