Íslenski boltinn

Allan Borgvardt hefur ekki fengið tilboð frá íslenskum liðum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Allan Borgvardt gerði frábæra hluti með FH á sínum tíma.
Allan Borgvardt gerði frábæra hluti með FH á sínum tíma. Mynd/Valli
Allan Borgvardt var orðaður við Pepsi-deildina á vefsíðunni fotbolti.net. í dag en samkvæmt heimildum Vísis þá hefur danski framherjinn ekki fengið nein tilboð frá íslenskum liðum.

Allan Borgvardt hefur leikið með norska liðinu Bryne undanfarin ár og þó svo að hann megi nú yfirgefa félagið er ekki útséð með það að norska liðið vilji fá einhvern pening fyrir leikmanninn. Borgvardt er hinsvegar að leita sér að nýju félagi.

Allan Borgvardt átti stóran þátt í tveimur fyrstu Íslandsmeistaratitlum FH-inga 2004 og 2005 en hann skoraði alls 29 mörk í 43 deildarleikjum með Hafnarfjarðarliðinu frá 2003 til 2005.

Allan Borgvardt var meðal annars með 13 mörk og 6 stoðsendingar í 15 leikjum á síðasta sumri sínu á Íslandi (2005) en FH vann þá alla fimmtán deildarleikina sem Daninn spilaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×