Enski boltinn

Möguleiki á því að Gerrard spili með Liverpool á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool.
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool. Mynd/AFP
Rafael Benitez, stjóri Liverpool, er vongóður um að fyrirliðinn Steven Gerrard geti spilað á móti Wolves í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Þetta kom fram í viðtali við Benitez á Liverpoolfc.tv.

Gerrard æfði á fullu með Liverpool um þessa helgi eftir að hafa verið frá í tvær vikur vegna tognunar aftan í læri. Hann hefur einnig verið að glíma við þráðlát nárameiðsli á tímabilinu.

„Hann æfði eitthvað á laugardaginn og tók síðan þátt í allri æfingunni okkar í bæði gær og dag," sagði Benitez.

„Vanalega er hann einn af þessum leikmönnum sem spila ef að þeir eru klárir. Við munum ákveða það á morgun hvort að hann verði með á móti Wolves," sagði Benitez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×