Handbolti

Öruggur sigur Dana á Rússum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wilbek gat leyft sér að brosa á ný í kvöld.
Wilbek gat leyft sér að brosa á ný í kvöld.

Stórtap Dana gegn Íslendingum sat ekki í liðinu í kvöld er liðið vann öruggan og þægilegan sigur á Rússum, 34-28.

Danir tóku forystuna snemma leiks og héldu henni allt til loka án þess að Rússar ógnuðu þeim.

Danir því komnir með 4 stig í milliriðli I rétt eins og Ísland og Noregur. Rússar eru án stiga en þeir mæta Íslandi á morgun.

Rússar misstu Alexey Rastvortsev af velli með rautt spjald undir lok leiksins er hann braut fólskulega á Thomas Mogensen. Rastvortsev er því væntanlega í banni gegn Íslandi.

Michael Knudsen og Lars Christiansen atkvæðamestir Dana með sex mörk í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×