Handbolti

Norðmenn lögðu Austurríki

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld. Nordic Photos/AFP

Baráttuglaður Austurríkismenn urðu að játa sig sigraða gegn Norðmönnum í dag en bæði lið eru í sama milliriðli og Ísland.

Norðmenn ávallt skrefi á undan en Austurríkismenn jöfnuðu þó nokkrum sinnum. Á endanum skriðu Norðmenn fram úr og lönduðu sigri, 30-27.

Norðmenn eru þar með komnir með 4 stig í milliriðlinum, rétt eins og Ísland. Króatía er á toppnum með fimm stig. Austurríki aftur á móti með eitt stig.

Havard Tvedten og Bjarte Myrhol atkvæðamestir í liði Noregs með 6 mörk. Steinar Ege átti stórleik í markinu og varði 22 skot.

Roland Schlinger var seigur í liði Austurríkis og skoraði 6 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×