Handbolti

Franskir dómarar í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Vignir Svavarsson sést hér rekinn út af í tvær mínútur í gær.
Vignir Svavarsson sést hér rekinn út af í tvær mínútur í gær. Mynd/DIENER/Leena Manhart
Það verða franska dómaraparið Nordine Lazaar og Laurent Reveret sem mun dæma viðureign Íslands og Rússlands á Evrópumeistaramótinu í handbolta í dag. Þetta er í annað skiptið sem þeir dæma hjá Rússum.

Þetta er fjórði leikurinn sem þeir dæma á mótinu en þeir voru einnig að störfum í Vínarborg í gær er þeir dæmdu leik Noregs og Austurríkis.

Franska parið dæmdi einnig fyrsta leik mótsins, viðureign Austurríkis og Danmerkur í Linz á opnunardegi keppninnar. Þá dæmdu þeir einnig leik Noregs og Rússlands í A-riðli.

Leikurinn hefst klukkan 15.00 og verður í beinni lýsingu hér á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×