Enski boltinn

Liverpool reynir að fá Jovanovic frítt í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Milan Jovanovic í leik með Standard Liege í Meistaradeildinni.
Milan Jovanovic í leik með Standard Liege í Meistaradeildinni. Mynd/AFP

Liverpool hefur boðið serbneska framherjanum Milan Jovanovic þriggja ára samning að virði um tíu milljóna punda sé hann tilbúinn að koma til liðsins á frjálsri sölu í sumar. Samningur Jovanovic við belgíska liðið Standard Liege rennur út í sumar.

Rafael Benítez, stjóri Liverpool, getur ekki keypt Jovanovic í janúarglugganum og þarf því að biðla til Serbans um að hann komi til liðsins frítt í sumar. Birmingham City og Everton hafa einnig mikinn áhuga á að krækja í serbneska landsliðsmanninn og það gæti farið svo að annaðhvort þeirra keypti hann í þessum glugga.

Jovanovic getur nú skrifað undir vilyrði um að samning í sumar en forráðamenn Liverpool hafa einnig verið í samskonar pælingum í eltingarleik sínum við Marouane Chamakh hjá Bordeaux.

Jovanovic hefur skorað 9 mörk í 23 landsleikjum fyrir Serbíu og verður með liðinu á HM í Suður-Afríku í sumar.

Sögusagnir herma að Jovanovic sé spenntur fyrir því að spila með Liverpool en hann óttist jafnramt að verða í aukahlutverki á Anfield og fá ekki fast sæti í liðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×