Handbolti

Frakkar hristu af sér Slóvena

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Slóvenar taka hér hraustlega á Nikola Karabatic í leiknum.
Slóvenar taka hér hraustlega á Nikola Karabatic í leiknum. Nordic Photos/AFP

Frakkar eru komnir með ansi vænlega stöðu í milliriðli II á EM eftir níu marka sigur á Slóvenum, 37-28, í Innsbruck í dag.

Slóvenar héngu lengi vel í Frökkunum en heims- og Ólympíumeistararnir settu í annan gír í síðari hálfleik og völtuðu yfir Slóvenana.

Frakkarnir þar með komnir með sjö stig í riðlinum og eru efstir. Pólverjar geta náð sama stigafjölda með sigri í sínum leik í dag.

Michael Guigou átti stórleik fyrir Frakka í dag og skoraði 10 mörk. Daniel Narcisse kom næstur með 5.

Luka Zvizej var atkvæðamestur í slóvenska liðinu með 6 mörk.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×