Handbolti

Danir svekktir út af jafnteflinu í gær

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Strákarnir töluðu saman áður en þeir byrjuðu að hita upp fyrir leikinn á móti Rússum.
Strákarnir töluðu saman áður en þeir byrjuðu að hita upp fyrir leikinn á móti Rússum. Mynd/E. Stefán
Danir eru ekki ánægðir með að Króatía hafi ekki unnið sigur á Íslandi í fyrstu umferð milliriðlakeppninnar í Vínarborg á EM í handbolta í Austurríki. Ísland og Króatía skildu jöfn í gær, 26-26.

Úrslitin þýða einfaldlega að Króatar geta ekki verið öruggir með sæti í undanúrslitum þegar að þeir mæta Dönum í lokaumferð milliriðlakeppninnar á fimmtudaginn.

Og ekki er staða Danmerkur gagnvart Íslandi góð því þar hefur Ísland betur í innbyrðisviðureignum.

Danir geta þó huggað sig við það að þeir geta enn komist áfram með sigri á Noregi í dag og á Króatíu á fimmtudaginn. En það má búast fastlega við því að Króatar munu ekkert gefa eftir á fimmtudaginn og þeir vilja þar að auki sjálfsagt hefna fyrir ófarirnar í úrslitaleik EM í Noregi fyrir tveimur árum. Þá vann Danmörk fjögurra marka sigur, 24-20, og tryggði sér gullið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×