Enski boltinn

Jermain Defoe ekki lengur vítaskytta Tottenham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jermain Defoe lætur hér skot vaða að marki.
Jermain Defoe lætur hér skot vaða að marki. Mynd/AFP

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur ákveðið það að Jermain Defoe sé ekki lengur vítaskytta liðsins eftir að framherjinn knái klikkaði enn einu sinn á vítaspyrnu í bikarleiknum á móti Leeds um helgina.

Jermain Defoe lét þá Casper Ankergren, markvörð Leeds, verja frá sér en hann hefur aðeins skorað úr 4 af síðustu 10 vítaspyrnum sínum. Robbie Keane er aðalvítaskytta Spurs en Defoe hefur verið að taka vítin þar sem Keane hefur ekki fengið mikið að spila.

Tom Huddlestone eða Niko Kranjcar munu nú taka vítaspyrnur Tottenham þegar Robbie Keane er ekki inn á vellinum. 

„Ég hef ekki sagt Jermain þetta en mun gera það," sagði Harry Redknapp og bætti við:

„Það var skiljanlegt að hann klikkaði á móti Everton þegar spennan var mikil og allt var undir en það er allt annað að klikka þegar liðið er 3-0 yfir. Þegar þú ert búinn að klikka á mörgum vítum þá fer það að sjálfsögðu að hafa áhrif," sagði Harry Redknapp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×