Handbolti

Nóg af leikjum á EM í Austurríki í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það verður fjör á pöllunum í dag.
Það verður fjör á pöllunum í dag. Mynd/DIENER/Leena Manhart
Öll tólf liðin sem eru enn eftir í keppninni um Evrópumeistaratitilinn 2010 spila á Evrópumótinu í Austurríki í dag. Fjörið byrjar með leik Íslendinga og Rússa klukkan 15.00 en síðustu tveir leikir dagsins hefjast síðan klukkan 19.15 í kvöld.

Dagur Sigurðsson og lærisveinar í Austurríki fá afar erfitt verkefni í dag þegar þeir mæta Króötum klukkan 18.00 en lokaleikur dagsins í okkar milliriðli er síðan á milli Noregs og Danmerkur. Tap í þeim leik gæti þýtt að önnur frændþjóð okkar ætti litla sem enga möguleika á því að komast í undanúrslitin.

Tékkar, sem hafa komið mörgum á óvart með glæsilegum sigrum í síðustu leikjum sínum á móti Ungverjalandi (33-26) og Slóvenum (37-35), fá stórt verkefni í kvöld þegar þeir mæta toppliði Pólverja. Í leiknum á undan mætast Þjóðverjar og Spánverjar en Spánverjar verða helst að vinna hann til þess að eiga möguleika á að komast í undanúrslitin.

Leikir í Milliriðli 1

15.00 Ísland-Rússland

17.00 Króatía-Austurríki

19.15 Noregur-Danmörk

Leikir í Milliriðli 2

15.14 Slóvenía-Frakkland

17.15 Þýskaland-Spánn

19.15 Pólland-Tékkland






Fleiri fréttir

Sjá meira


×