Enski boltinn

Vieira sannfærður um að hann komist aftur í franska landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrick Vieira hefur enn ekki spilað fyrir Manchester City. Hér er hann með stjóranum Roberto Mancini.
Patrick Vieira hefur enn ekki spilað fyrir Manchester City. Hér er hann með stjóranum Roberto Mancini. Mynd/AFP
Patrick Vieira er alveg viss um það að honum takist það að vinna sér sæti í HM-hóp Frakka í sumar þar sem hann á þó enn eftir að spila sinn fyrsta leik vegna meiðsla á kálfa.

Líklegt þykir að hinn 33 ára Vieira spili sinn fyrsti leik á móti Manchester United í seinni undanúrslitaleik liðanna í enska deildarbikarnum á miðvikudaginn.

„Ég er bjartsýnn maður að eðlisfari og ég tel að það séu hundrað prósent líkur á því að komist í franska landsliðið, " sagði Patrick Vieira í viðtali við Canal Plus sjónvarpsstöðina.

„Hungrið og einbeitingin er til staðar og þetta er mitt stóra markmið, mitt krefjandi verkefni," sagði Patrick Vieira.

Vieira gerði sex ára samning við Manchester City með möguleika á eins árs framlengingu.

„Ég get ekki séð það fyrir mér að ég missi að HM. Ég á fimm mánuði eftir og ég veit að ég verð að spila," sagði Patrick Vieira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×