Enski boltinn

Umboðsmaður Benitez segir hann ekki vera á förum til Juve

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Umboðsmaður Rafa Benitez, stjóra Liverpool, segir ekkert hæft í þeim orðrómum að Benitez sé að taka við þjálfarastarfi Juventus.

Það er heitt undir bæði Benitez og Ciro Ferrara, þjálfari Juventus, og þar sem forráðamenn Juve hafa lengi haft dálæti á Benitez hefur þessi saga verið í loftinu.

Umboðsmaðurinn sagði ekki koma til greina að Rafa væri á förum til Juve núna en vildi ekki útiloka að eitthvað myndi gerast í sumar. Umbinn sagði að hlutirnir gætu verið fljótir að breytast í fótboltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×