Enski boltinn

Fry: Sir Alex er að refsa Peterborough fyrir að reka soninn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Darren Ferguson, sonur Sir Alex  Ferguson.
Darren Ferguson, sonur Sir Alex Ferguson. Mynd/AFP

Barry Fry, yfirmaður knattspyrnumála hjá Peterborough, heldur því fram að Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sé að refsa sínu félagi fyrir að reka son hans Darren Ferguson á dögunum.

Sir Alex hætti víst við að lána Danny Welbeck til Peterborough og sendi hann þess í stað til Darrens sem er nýtekinn við stjórastöðunni hjá Preston.

„Við spurðum United af því hvort við gætum fengið Welbeck á láni en svörin voru þau að það væri enginn möguleiki á því að þeir myndi leyfa honum að spila í ensku b-deildinni," sagði Barry Fry við The Sun.

„Þrátt fyrir þetta lánar United hann til Preston. Það er augljóst að Alex vill refsa okkur fyrir að reka soninn hans," bætti Barry Fry við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×