Sport

Mönchengladbach lagði Bayern

Bayern Munchen hélt slælegri byrjun sinni í þýsku Bundesligunni áfram í dag er þeir sóttu leikmenn Borussia Mönchengladbach heim. Lokatölur urðu 2-0 heimamönnum í hag og fullkomnaði brasilíski varnarmaðurinn Lucio niðurlægingu Bæjara með því að láta reka sig út af í upphafi síðari hálfleiks. Dortmund virðist vera að rétta úr kútnum en þeir unnu lið Leverkusen á heimavelli með marki frá framherjanum Ewerthon skömmu fyrir leikhlé. Leikmenn Dortmund ættu því að komast heim fyrir kvöldmatinn en um síðust helgi stöðvuðu ákafir stuðningsmenn liðsins brottför leikmanna eftir tap á heimavelli, og kröfðust skýringa. Búlgarinn Martin Petrov gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk er lið hans, Wolfsburg, lagði Mainz í miklum spennuleik, 4-3, þar sem leikmenn Mainz komust í 2-0. Úrslit dagsins í þýsku Bundesligunni:Dortmund - Leverkusen 1-0 Ewerthon 41 Mönchengladbach - Bayern Munchen 2-0 Pletsch 49, van Hout 83. Hannover 96 - Bochum 3-0 Christiansen 16, Stendel 65, Leandro 88. Freiburg - Hertha Berlin 1-3 Cairo 25 - Rafael 36, Gilberto 49, Friedrich 63. Schalke - Stuttgart 3-2 Ailton 1, Kobiashvili 2, Lincoln 25 - Soldo 30, Szabics 33 Wolfsburg - Mainz 4-3 Petrov 45,45,57 (víti), 62 - Abel 15, Casey 17, Babatz 75. Bremen - Hamburg 1-1 Schultz 74 - Jarolim 22



Fleiri fréttir

Sjá meira


×