Sport

8 liða úrslit Hópbílabikarsins

Einn leikur fór fram í 8 liða úrslitum í Hópbílabikar kvenna í körfubolta í dag. Haukar og KR gerðu jafntefli 63-63 í íþróttahúsinu á Ásvöllum. Þetta var fyrri viðureign liðanna sem mætast svo aftur á miðvikudag. Helena Sverrisdóttir var stigahæst hjá Haukum með 25 stig en hjá KR var Halla Jóhannesdóttir hæst með 14 stig. ÍS valtaði yfir Tindastól á laugardag, 33-73 þar sem Sóley Guðgeirsdóttir var stigahæst Stúdína með 14 stig. Á mánudag eru hinar viðureignirnar tvær há konunum. Njarðvík-Grindavík og Breiðablik-Keflavík og hefjast báðir leikirnir kl 19.00. Seinni leikirnir fara eins og áður segir fram á miðvikudag og fimmtudag. 8 liða úrslit í karlaflokki hefjast í kvöld en þá fara fram fyrri viðureignir liðanna sem eru eftirfarandi: Borgarnes       19.15 Skallagrímur - Grindavík DHL-Höllin     19.15 KR - Snæfell Seljaskóli        19.15 ÍR - Keflavík Ásvellir           20.00 Haukar - Njarðvík Seinni leikir liðanna fara fram á fimmtudaginn en síðari viðureign Keflavíkur og KR fer fram um næstu helgi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×