Sport

Logi að komast í gang

Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson er að komast af stað á nýjan leik eftir að hafa farið tvisvar úr axlarlið á síðasta tímabili. Logi spilar með Giessen 46ers í úrvalsdeild í Þýskalandi og hefur fengið að koma inn á í tveimur fyrstu leikjunum. Logi spilaði reyndar aðeins 3 mínútur í fyrsta leiknum sem tapaðist fyrir Alba Berlin. Logi náði ekki skoti á körfuna í þeim leik en í 106-62 sigurleik á Union Baskets Schwelm um helgina skoraði hann 9 stig á 11 mínútum. Tímabilið í fyrra var Loga mjög erfitt en náði þá aðeins að spila átta leiki og skoraði þá 5,8 stig á 18 mínútum að meðaltali. Það verður gaman að fylgjast með framþróun stráksins enda skiptir það miklu máli að hann komst í gang á nýjan leik enda með bestu leikmönnum landsins og einn að lykilmönnum landsliðsins fyrir meiðslin. Giessen46ers er sem stendur í 9. sæti með einn sigur og eitt tap en liðið hefur leikið tveimur leikjum færra en flest önnur lið í deildinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×