Sport

10 milljónir dala á tímabilinu

Fídjeyingurinn Vijay Singh varð um helgina fyrsti kylfingurinn til þess að vinna sér inn tíu milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé á einni keppnistíð. Singh sigraði á Chrysler-mótinu sem lauk í Palm Harbor á Flórída. Samtals lék hann á 18 höggum undir pari og varð fimm höggum á undan Svíanum Jesper Parnevik sem varð annar. Þetta er níundi sigur Vijay Singh í PGA-mótaröðinni á þessu ári. Singh fékk fyrir sigurinn 900 þúsund Bandaríkjadali og er samtals búinn að þéna tíu milljónir og 725 þúsund dollurum betur, eða umreiknað í íslenskar krónur 740 milljónir. Yfirburðir Vijay Singh á keppnistíðinni eru ótrúlegir; þannig er Phil Mickelson sá kylfingur sem þénað hefur næst mest en hann er aðeins hálfdrættingur á við Singh. Hann jafnaði einnig árangur Tiger Woods frá því fyrir fjórum árum en Woods sigraði þá á níu mótum á einni keppnistíð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×