Fleiri fréttir

ÍR vann ÍBV

ÍR-ingar unnu ÍBV í miklum spennuleik í suðurriðli Íslandsmót karla í handknattleik í dag með 31 marki gegn 29. Breiðhyltingar voru undir hálfleik en komu sterkir til leiks í síðari hálfleik og höfðu tveggja marka forystu þegar um mínúta var eftir. Eyjamenn minnkuðu muninn en komust ekki lengra og Ísleifur Sigurðsson gulltryggði sigur heimamanna.

Jafntefli á Ewood Park

Blackburn og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli í bráðfjörugum leik á heimavelli hinna fyrrnefndu í dag. John Arne Riise kom Liverpool yfir á 6. mínútu en þeir Jay Bothroyd og Brett Emerton sáu til þess að heimamenn færu með forystu inn í leikhléið. Tékkinn Milan Baros jafnaði svo fyrir gestina á 54. mínútu með sínu sjöunda marki á tímabilinu.

Miller handarbrotinn

Reggie Miller, hinn magnaði skotbakvörður Indiana Pacers, braut bein í vinstri hendi í æfingaleik gegn Denver Nuggets í gærkvöldi. Miller hlaut meiðslin í fyrsta leikhluta og þurfti strax að fara af velli. Miller á eftir að undirgangast frekari skoðun og kemur þá í ljós hversu lengi hann verður frá, en NBA-deildin hefst í næstu viku.

Ásgeir bað mig afsökunar

Sævar Þór Gíslason kom aftur að samningaborðinu með Fylki eftir að formaður meistaraflokksráðs bað hann afsökunar. Sævar segist einnig hafa beðið afsökunar þótt hann þurfi ekki að afsaka neitt. </font /></b />

Slakari frammistaða Íslendinga

Íslensku keppendurnir á heimsmeistaramóti áhugamanna í golfi sem fram fer í Puerto Rico tókst ekki að fylgja eftir góðri byrjun liðsins á fimmtudaginn var en þá var íslenska liðið í fjórtánda sæti ásamt fleiri þjóðum.

Margrét Lára í Val

Það er ljóst að Íslandsmeistarar Vals í kvennafótboltanum ætla sér lítið annað en að verja titilinn á komandi tímabili. Þær hafa fengið Eyjastúlkuna Margréti Láru Viðarsdóttur í sínar raðir en Margrét Lára var valinn efnilegasti leikmaður Landsbankadeildar kvenna annað árið í röð fyrir skömmu auk þess sem hún var markahæst í deildinni í sumar.

Halda uppi heiðri höfuðborgarinnar

Fjölnismenn hafa byrjað Intersportdeildina frábærlega í vetur og unnið fjóra af fimm fyrstu leikjunum. Það er óhætt að segja að nýjasta Reykjavíkurfélagið í úrvalsdeildinni hafi haldið uppi heiðri höfuðborgarinnar í fyrstu fimm leikjum tímabilsins.

Skítug vinnubrögð Chelsea?

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er nú harðlega gagnrýnt í Englandi vegna meðferðar félagsins á rúmenska landsliðsfyrirliðanum, Adrian Mutu sem leystur var undan samningi við félagið á föstudagsmorgun. Gordon Taylor, framkvæmdastjóri ensku leikmannasamtakanna sakar Chelsea um að hafa misnotað sér tækifæri sem þarna gafst til að losa sig við leikmanninn.

Funda með Kostic um helgina

Eins og við greindum frá fyrr í vikunni eru Grindvíkingar að missa þolinmæðina gagnvart Guðjóni Þórðarsyni og farnir að skoða aðra þjálfara. Þeir standa við þau orð en þeir hafa sett sig í samband við Lúkas Kostic og ætla að funda með honum um helgina. Kostic hefur þjálfað 4. flokk KR síðustu tvö ár en hann þjálfar einnig U-17 ára landslið Íslands

Breytingar á Barcelona-treyjunni?

Nú stefnir í að brotið verði blað í sögu spænska stórveldisins í knattspyrnu, Barcelona, en til stendur að sett verði auglýsing framan á treyjur liðsins í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Háspenna fyrir lokaumferðina

Noregur nötrar af taugaspennu fyrir morgundaginn, laugardaginn 30. október en þá ræðst hvort samfelld 12 ára sigurganga Rosenborgar í norsku knattspyrnunni verði loks rofin þegar lokaumferð efstu deildarinnar þar í landi verður leikin.

Gummi Ben og Kjartan Sturlu í Val

Valsmenn sem leika að nýju í Landsbankadeild karla í knattspyrnu næsta sumar hafa fengið gríðarlega öflugan liðsstyrk fyrir komandi tímabil en sóknarmaðurinn Guðmundur Benediktsson og markvörðurinn Kjartan Sturluson skrifuðu í dag undir samninga við Hlíðarendafélagið til tveggja ára.

Óvæntur 11 marka sigur Gróttu/KR

Einn leikur fór fram í Suður riðli karla í handbolta í kvöld en þá hófst 7. umferð. Stjarnan lá á heimavelli gegn Gróttu KR, 20-31 í Ásgarði. Með sigrinum tyllti Grótta/KR sér í 4. sæti riðilsins með 8 stig og eru nú 2 stigum á eftir toppliðum ÍR og Víkings sem eins og önnur lið eiga leik til góða í umferðinni.

Sævar Þór áfram hjá Fylki

Fylkismaðurinn Sævar Þór Gíslason skrifaði í morgun undir tveggja ára samning við Fylki. Samningur Sævars Þórs við Fylki var runninn út og deildu Sævar Þór og félagið í fjölmiðlum um samningsgerðina.

Fyrsti titillinn í 86 ár

Boston Red Sox varð í gærkvöldi sigurvegari í bandaríska hafnaboltanum. Þetta var sjötti sigur liðsins og jafnframst sá fyrsti í 86 ár.

Björninn gekk af velli

Formaður Íshokkísambands Íslands segir það skammarlegt, bæði fyrir leikmenn Bjarnarins og íþróttina, að þeir hafi gengið af velli í miðjum leik gegn Skautafélagi Reykjavíkur í gærkvöld.

Bæði Haukaliðin áfram

Bæði A og B-lið Hauka komust áfram í fjórðungsúrslit í SS-bikarkeppni HSÍ í gær. A-lið Hauka sigraði Fram 33-26, B-lið Hauka burstaði Bifröst með 44-27, ÍBV lagði Stjörnuna í Garðabæ með tíu marka mun, 32 mörkum gegn 22 og HK vann Aftureldingu 38-28.

Keflavík vann uppgjörið

Keflavík sigraði Grindavík með 71-54 í uppgjöri efstu liðanna í 1. deild kvenna í körfubolta. ÍS sigraði Njðarvík 67-60 og Haukar lögðu KR 79-54. Keflavík er efst með átta stig, eða fullt hús stiga, ÍS og Grindavík eru með sex stig, Njarðvík og Haukar tvö og KR er án stiga.

Öruggur sigur Milan

Ítalíumeistarar AC Milan sigruðu Atalanta 3-0 í Seríu A á Ítalíu í gær. Jon Dahl Tomasson, Kakha Kaladze og Serginho skoruðu mörkin. Internatonale gerði jafntefli gegn Lecce á útivelli 2-2.

Arsenal vann með varaliðinu

Arsenal sigraði Manchester City 2-1 í enska deildarbikarnum en Arsenal tefldi fram varaliði sínu í leiknum. Chelsea lagði West Ham 1-0 þar sem Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður síðustu tíu mínútur leiksins.

Óvænt úrslit á Spáni

Óvænt úrslit urðu í spænsku bikarkeppninni í knattspyrnu í gærkvöld. Spánarmeistarar Valenciu, Barcelona og bikarmeistarar Real Zaragoza töpuðu fyrir neðri deildarliðum. Valencia beið lægri hlut fyrir Lleida 1-0, Barcelona tapaði 1-0 fyrir Gramenet sem er í 3. deild og Real Zaragoza lá fyrir Nastic 2-1.

Fyrsta tapið í 77 leikjum

Skoska liðið Celtic, sem hafði ekki tapað á heimavelli í þrjú ár eða í 77 leikjum, tapaði loks fyrir Aberdeen 2-3. Celtic er þrátt fyrir tapið enn efst í Skotlandi og hefur fjögurra stiga forskot á Rangers sem vann Dunfermline 2-1.

Nýir eigendur í Leeds

Breskir fjárfestar eru að ganga frá kaupum á hinum skuldum vafna félagi Leeds Utd. Það eru ættingjar eigenda Sansbury-matvörumarkaðskeðjunnar sem hafa boðið 25 milljónir punda, eða 3,3 milljarða íslenskra króna, í Leeds og er búist við yfirlýsingu frá félaginu síðar í dag.

Vandar stjórninni ekki kveðjurnar

Þórhallur Dan Jóhannsson, fyrrum leikmaður Fylkis, vandaði forráðamönnum Fylkis ekki kveðjurnar í viðtali í Olíssporti á Sýn í gærkvöld en á mánudaginn slitnaði upp úr samningaviðræðum hans við félagið. Þá slitnaði einnig upp úr viðræðum Sævars Þórs Gíslasonar við Fylkis.

Haraldur með tilboð frá Aalesund

Haraldur Freyr Guðmundsson, varnarmaður bikarmeistara Keflavíkur, er með samningstilboð frá norska liðinu Aalesund til þriggja ára. Haraldur Freyr er samningslaus og getur því samið við hvaða lið sem er en Aalesund er í 2. sæti í norsku 1. deildinni og hefur þegar tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni næsta sumar.

Sækja um spænskt vegabréf

Brasilísku landsliðsmennirnir Ronaldo og Roberto Carlos sem spila með Real Madríd hafa sótt um að fá spænskt vegabréf, að sögn dagblaðsins <em>Marca</em>. Ronaldo og Carlos hafa þegar fengið grænt ljós frá spænskum yfirvöldum en þeir munu samt áfram spila með brasilíska landsliðinu.

Ljubicic í viðræðum við Völsung

Zoran Daniel Ljubicic á í viðræðum við Völsung á Húsavík um að taka við sem þjálfari liðsins og jafnframt að leika með því, samkvæmt heimildum íþróttadeildar. Zoran Daniel, sem leikið hefur með Keflavík undanfarin ár, hefur tilkynnt Keflavíkingum að hann verði líklega ekki með liðinu næsta sumar því hann muni taka við Völsungsliðinu.

Kastaði pítsu í Ferguson

Ashley Cole, leikmaður Arsenal, er sagður hafa kastað pítsubita í sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United, í leikmannagöngunum eftir leik liðanna síðastliðinn sunnudag að því er enskir fjölmiðlar greina frá í morgun.

Auðvelt hjá Liverpool og Man. Utd

Liverpool og Manchester United komust auðveldlega áfram í ensku deildarbikarkeppninni í gær. Liverpool sigraði Millwall 3-0 í beinni útsendingu á Sýn. Milan Baros skoraði tvö marka Liverpool og Salif Diao eitt.

Árni skoraði 17 mörk

Þórsarinn Árni Þór Sigtryggsson skoraði hvorki fleiri né færri en sautján mörk þegar Þórsarar lögðu Valsmenn í SS-bikarkeppni HSÍ á Akureyri í gær, 34-26. Árni Þór skoraði aðeins eitt mark úr vítakasti. Grótta/KR lagði Fylki 33-20 og ÍR burstaði Þrótt frá Vogum með tuttugu marka mun, 35-15.

Skoraði í þriðja leiknum í röð

Michael Owen skoraði í þriðja leik sínum í röð fyrir Real Madríd þegar Madrídingar lögðu 3. deildarliðið Leganes 2-1 í spænsku konunglegu bikarkeppninni í gær.

SR mætir Birninum

Grannaliðin Skautafélag Reykjavíkur og Björninn mætast í Skautahöllinni í Laugardal klukkan 20.30 í kvöld í Íslandsmótinu í íshokkí.

Þrír leikir í kvennakörfunni

Þrír leikir eru í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld. Tvö efstu liðin, Grindavík og Keflavík, mætast í Grindavík, KR tekur á móti Haukum og Njarðvík á móti Stúdínum. Leikirnir hefjast klukkan 19.15.

Sá fljótasti í körfunni

Páll Kristinsson hjá Njarðvík hefur byrjað körfuboltaveturinn frábærlega og þjálfari hans, Einar Árni Jóhannsson, er ánægður með sinn mann.

Þolinmæðin að bresta

Það er enn fullkomlega óljóst hver tekur við knattspyrnuliði Grindavíkur. Félagið hafði komist að samkomulagi við Guðjón Þórðarson um að taka við liðinu en þegar kom að undirritun samningsins opnuðust gluggar fyrir Guðjón í Englandi.

Langefstur af Íslendingunum

Páll Kristinsson hefur farið á kostum í fyrstu fjórum leikjum Njarðvíkurliðsins í vetur en alla leikina hefur liðið unnið með meira en tuttugu stiga mun, fyrstir liða í sögu úrvalsdeildarinnar.

Spár

Sverrir Þór Sverrisson spáir í spilin fyrir fimmtu umferðina í körfunni.

Enn vinnur Njarðvík

Njarðvík hélt sigurgöngu sinni áfram í Intersport deild karla í körfuknattleik í gærkvöld þegar liðið skellti Grindvíkingum með 23 stiga mun 87-64. Njarðvík er eina liðið í deildinni sem hefur unnið alla fjóra leiki sína til þessa. Grindavík er með 4 stig.

Nistelroy segist saklaus

Ruud Van Nistelroy sóknarmaður Manchester United segist vera saklaus af tæklingu gegn Ashley Cole hjá Arsenal í leik liðanna á sunnudag. Enska knattspyrnusambandið er búið að kæra Nistelroy fyrir grófan leik og gæti hann átt yfir höfði sér nokkurrra leikja bann. Nistelroy sagði að hann hefði átt sama möguleika í boltann.

Halmstad og Malmö berjast

Halmstad og Malmö berjast um sænska meistaratitilinn í knattspyrnu þetta varð ljóst í gærkvöld því Gautaborg tapaði á heimavelli fyrir Malmö 2-1. Tæplega 39 þúsund manns sáu leikinn á Ullevi vellinum í Gautaborg. Hjálmar Jónsson var í byrjunarliði Gautaborgar. Halmstd lagði Helsingborgs að velli 2-1.

Keegan fær kæru

Enska knattspyrnusamandið er búið að kæra Kevin Keegan knattspyrnustjóra Manchester City fyrir ummæli hans í garð dómara eftir leik Newcastle og Man City. Keegan sagði að Steve Dunn dómari hefur ekki verið nógu góður og gert allt of mikið af mistökum. City tapaði 4-3 gegn Newcastle.

Wenger sleppti sér

Enskir fjölmiðlar greina einnig frá því að knattspyrnustjóri Arsenal, Arsene Wenger hafi algerlega misst stjórn á skapi sínu eftir leik og hrópað ókvæðisorðum að leikmönnum Manchester United og Sir Alex Ferguson. Enska knattspyrnusambandið vill fá útskýringar frá Wenger vegna ummæla hans í garð dómara leiksins eftir leikinn.

Fylkismenn ósáttir

Knattspyrnumennirnir Sævar Þór Gíslason og Þórhallur Dan Jóhannsson eru hættir að leika með Fylki eins og við sögðum frá í gær. Ekki náðist samkomulag um nýjan samning. Forráðamenn Fylkis eru allt annað en ánægðir með yfirlýsingar leikmannanna í fjölmiðlum í dag.

Magni í eins leiks bann

Aganefnd Körfuknattleikssambands Íslands dæmdi Magna Hafsteinsson, leikmann Snæfells, í eins leiks bann á fundi nefndarinnar í gær.

Krafa gerð um valkosti

"Eðlilegt væri að ef uppi eru hugmyndir um að setja upp skyndibitastað á borð við McDonalds á Laugardalsvellinum yrði fólki að minnsta kosti boðið upp á annan valkost," segir Anna Elísabet Ólafsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar.

Sjá næstu 50 fréttir