Sport

Grétar sagði NEI við ÍA

Fram hemur á heimasíðu ÍA í dag að sóknarmaður Grindavíkur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, Grétar Hjartarson hafi afþakkað tilboð Knattspyrnufélags ÍA um að leika með liðinu á næsta keppnistímabili. Grindavík vill framlengja samning sinn við Grétar sem er eftirsóttur þessa dagana því fyrir utan ÍA eru þrjú önnur lið sögð vera á eftir á eftir sóknarmanninum skæða. Í þeim hópi eru Íslandsmeistarar FH, ÍBV sem lenti í 2. dæti deildarinnar í sumar og loks KR sem reyndar eiga yfirnóg af sóknarmönnum fyrir. Búast má við því að mál Grétars skýrist nú í vikunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×