Sport

Johnson enn á skotskónum

Andy Johnson, framherji nýliða Crystal Palace, tryggði liði sínu sigur á Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Johnson skoraði eina mark leiksins, sem fram fór á heimavelli Birmingham, á 41. mínútu er hann komst einn inn fyrir vörn heimamanna. Þetta var áttunda mark kappans á leiktíðinni og er hann þar með markahæstur í deildinni ásamt Theirry Henry. Nýliðar Palace skutust þar með upp fyrir Birmingham á stigatöflunni og eru í 14. sæti með 11 stig eftir að hafa unnið tvo leiki í röð. Aftur á móti er heldur farið að hitna undir Steve Bruce, framkvæmdastjóra Birmingham, en lið hans hefur aðeins unnið einu sinni í síðustu ellefu leikjum. Birmingham situr í 15. sæti með 9 stig, en eiga eflaust eftir að þokast niður á við eftir leiki helgarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×