Sport

Þrenn verðlaun hjá Bjarka

Ármenningurinn Bjarki Ásgeirsson stóð sig mjög vel á Norðurlandamóti drengja í fimleikum sem fór fram í Helsinki um helgina. Bjarki vann brons í fjölþraut á laugardeginum þegar hann fékk 44,9 stig en gerði enn betur í gær þegar hann vann gull á bogahestinum þar sem hann hlaut 7,35 og bætti síðan öðru bronsi við á tvíslánni þar, hans einkunn hljóðaði upp á 7,45. Bjarki komst einnig í úrslit í hringjum þar sem hann endaði í fimmta sæti. Þorsteinn Eggertsson í Ármanni varð sjötti á bogahesti og Ingvar Jochumsson í Gerplu áttundi á tvíslá. Ingvar varð 15. í fjölþrautinni með 36,1 stig. Íslenska liðið varð síðan í fimmta og neðsta sæti með 152,15 stig. Finnska liðið sigraði með 180,65 stig, sænska liðið í öðru sæti, það norska í þriðja og danska liðið var í fjórða sæti með 159,6 stig. Þórir Garðarsson og Guðmundur Brynjólfsson dæmdu fyrir Ísland á mótinu, Björn M. Tómasson, aðalþjálfari pilta hjá fimleikadeild Ármanns fór með sem þjálfari og fararstjóri og hinn þjálfararinn var Nikolay Vovk sem þjálfar hjá Gerplu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×