Sport

Magdeburg burstaði Minden

Arnór Atlason skoraði tvö mörk þegar Magdeburg burstaði Minden 40-26 á útivelli í þýska handboltanum í gærkvöldi. Patrekur Jóhannesson skoraði fjögur mörk fyrir Minden. Essen og Wallau Massenheim gerðu jafntefli 30-30. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk fyrir Essen og Einar Örn Jónsson fimm fyrir Wallau Massenheim. Wilhelmshavener marði sigur á Post Schwerin 29-28. Gylfi Gylfason skoraði tvö marka Wilhelmshavener. Hamborg er í fyrsta sæti deildarinnar með 15 stig úr níu leikjum en Magdeborg er með 14 úr átta leikjum. Kiel er í þriðja sæti með 14 stig eftir níu leiki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×