Sport

Áframhaldandi sigurganga Juventus

Juventus hélt áfram sigurgöngu sinni í ítölsku deildarkeppninni í knattspyrnu í dag og er nú með 2 stiga forskot á toppi Serie A með 2 stiga forystu og á leik til góða á AC Milan sem er í 2. sæti. Juve sigraði Chievo 3-0 á Delle Alpi í dag með mörkum frá Zalayeta, Pavel Nedved og Zlatan Ibrahimovic. AC Milan vann nauman útisigur á Sampdoria í gær, 0-1 þar sem hinn nýbakaði pabbi, Andriy Shevchenko skoraði sigurmarkið á 75. mínútu. Á sama tíma gerði Inter Milan enn eitt jafnteflið í deildinni, nú 1-1 gegn Lazio. Adriano skoraði fyrir inter en Talamonti fyrir Lazio. Roma Rúllaði yfir Cagliari 5-1 þar sem Vincent Montella skoraði tvívegis. Úrslit dagsins á Ítalíu urðu eftirfarandi: AS Roma 5 - 1 Cagliari Fiorentina 4 - 0 Lecce Juventus 3 - 0 Chievo Livorno 2 - 1 Brescia Messina 2 - 1 Reggina Parma 2 - 2 Atalanta Siena 1 - 1 Bologna   Udinese tekur á móti Palermo í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×