Sport

Glæstur 7 marka sigur Hauka

Haukar unnu glæstan sigur á franska liðinu Creteil í F-riðli Meistardeildarinnar í handbolta að Ásvöllum nú undir kvöldið en lokatölur urðu 37-30 fyrir Hauka. Staðan í hálfleik var 17-12 Haukum í vil. Þórir Ólafsson var markahæstur heimamanna með 10 mörk, Ásgeir Örn Hallgrímsson gerði 9 mörk og Vignir Svarsson 9. Næsti leikur Hauka er úti í Þýslandi um næstu helgi gegn Kiel en Hafnarfjarðarliðið er í 3. sæti riðilsins með 3 stig. Óvænt úrslit urðu í heinum leik riðilsins í dag þegar topplið Kiel tapaði fyrir Sävehof, 30-26 í Svíþjóð. Kiel er efst með 6 stig þegar 2 umferðir eru eftir, Sävehof í 2. sæti með 5 stig, Haukar í 3. sæti með 3 stig og Creteil er neðst með 2 stig, öll liðin hafa leikið 4 leiki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×