Sport

Gengur vel hjá Ólöfu á Ítalíu

Ólöf María Jónsdóttir kylfingur úr GK lék á 2 yfir pari á 2. stigi úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröð kvenna í Bari á Ítalíu í dag. Ólöf lék á 74 höggum og er í 16.-20. sæti á samtals 3 yfir pari og aðeins 4 höggum á eftir efsta sætinu. Ólöf María á rástíma kl.10 í fyrramálið að íslenskum tíma en eftir morgundaginn verður skorið niður í 50 keppendur eftir að 90 hófu keppni. Mianne Bagger frá Danmörku leiddi mótið á 2 höggum undir pari í gær ásamt tveimur öðrum kylfingum. Athygli vekur að Mianne er fyrsti kynskiptingurinn sem keppt hefur á Evrópumóti kvenna í golfi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×