Sport

KR lagði Snæfell í Hópbílabikarnum

3 leikjum er lokið í 8 liða úrslitum í Hópbílabikar karla í körfubolta en 4 leikir fara fram í kvöld. Skallagrímur lá heima fyrir Grindavík 78-90, KR sigraði Snæfell, 78-74 og ÍR steinlá heima fyrir Keflavík, 63-109. Haukar töpuðu fyrir Njarðvík, 59-81 í síðasta leik kvöldsins. Seinni leikir liðanna fara fram á fimmtudaginn en síðari viðureign Keflavíkur og KR fer fram um næstu helgi. Einn leikur var í 1. deild karla í kvöld. Stjarnan sigraði Drang á útivelli, 80-91.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×