Sport

Bolton í 4. sætið

Bolton heldur áfram sigurgöngu sinni og tyllti sér í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu nú rétt í þessu eftir 2-1 sigur á Newcastle. El-Hadji Diouf kom Bolton í 1-0 á 52. mínútu en Darren Ambrose jafnaði fyrir Newcastle 3 mínútum síðar. Kevin Davies skoraði svo sigurmark Bolton á 70. mínútu. Bolton hefur nú unnið 3 af síðustu 4 leikjum sínum í deildinni. Newcastle er í 8. sæti með 16 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×