Sport

34 stig frá Hildi dugðu ekki

Hildur Sigurðardóttir og félagar hennar í Jamtland í sænsku kvennadeildinni í körfubolta töpuðu báðum leikjum sínum um helgina og það dugði ekki þótt Hildur hafi skorað 34 stig í fyrri leiknum. Jamtland tapaði fyrst fyrir Eskilstuna Basket 79-87 á laugardaginn og svo steinlá liðið fyrir toppliði Telge Energi, 52-111, í seinni leiknum en báðir þessir leikir fóru fram á útivelli. Jamtland-liðið vann fyrsta leikinn sinn í deildinni en hefur nú þurft að sætta sig við þrjú töp í röð. Hildur átti stórleik í fyrri leiknum gegn Eskilstuna og skoraði þá 34 stig og tók að auki 9 fráköst en hún var með 9 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar í tapinu gegn Telge Energi og fékk að auki 5 villur í þeim leik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×