Sport

Agassi í úrslit í Stokkhólmi

Bandaríski tenniskappinn Andre Agassi komst í dag í úrslit á opna Stokkhólms-mótinu með því að sigra Þjóðverjann Tommy Haas, 7-6 og 7-6. Agassi hefur ekki enn tapað setti á mótinu en í úrslitum mætir hann annaðhvort Tomas Johansson eða Michael Ryderstedt, en þeir eru báðir heimamenn. Þetta er í fyrsta sinn sem Agassi kemst í úrslit í Stokkhólmi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×