„Ísland er eini óvinur okkar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. september 2025 12:17 Didier Deschamps ræddi erjur franska knattspyrnusambandsins og PSG á blaðamannafundi. Franco Arland - UEFA/UEFA via Getty Images Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakklands hefur verið harðlega gagnrýndur af stórliðinu þar í landi, Paris Saint-Germain, fyrir að velja tvo leikmenn liðsins í landsliðshópinn. Deschamps segir þó engar erjur milli landsliðsins og PSG, Frakkland eigi aðeins einn óvin og það er Ísland. Ousmané Dembélé og Lucas Hernández hafa báðir verið að glíma við meiðsli, að sögn PSG, en voru samt valdir í landsliðshópinn. Dembélé meiddist síðan í leik Frakklands gegn Úkraínu á föstudag og verður frá í mánuð hið minnsta. Þá meiddist Desiré Doué einnig, óvænt, en Hernández tók ekki þátt. PSG var mjög ósátt við að Dembélé og Hernández hafi verið valdir og sendi formlega kvörtun til franska knattspyrnusambandsins þar sem óskað var eftir breyttum starfsháttum hjá læknateymi landsliðsins. Landsliðsþjálfarinn Deschamps var spurður út í kvörtunina og hvort köldu blési milli landsliðsins og PSG. Hann þvertók fyrir það. „Þetta er búið og gert. Ég er miður mín yfir því hvernig fór með Ousmane og Dez, meiðslanna vegna og vegna þess að við missum tvo lykilleikmenn, en við höndluðum allt af fagmennsku eins og við gerum með alla leikmenn. Því miður gerðist þetta og meiðslin urðu hjá tveimur leikmönnum PSG, en PSG er ekki óvinur okkar og hefur aldrei verið. Þrátt fyrir að hagsmunir okkar stangist á. Ísland er eini óvinur okkar.“ Deschamps var þá spurður hvort hann myndi bregðast við gagnrýninni og breyta starfsháttum læknateymisins, en hann sagði enga vankanta að finna þar. „Samkvæmt reglum skiluðu allir leikmenn inn skýrslu um líkamlegt ástand. Þar voru aðeins tveir meiddir leikmenn, William Saliba og Rayan Cherki, sem ég valdi ekki vegna þess að þeir eru meiddir“ sagði Deschamps og gaf þar í skyn að hvorki PSG né leikmennirnir hefðu látið vita af meiðslum áður. Franski boltinn Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Ousmané Dembélé og Lucas Hernández hafa báðir verið að glíma við meiðsli, að sögn PSG, en voru samt valdir í landsliðshópinn. Dembélé meiddist síðan í leik Frakklands gegn Úkraínu á föstudag og verður frá í mánuð hið minnsta. Þá meiddist Desiré Doué einnig, óvænt, en Hernández tók ekki þátt. PSG var mjög ósátt við að Dembélé og Hernández hafi verið valdir og sendi formlega kvörtun til franska knattspyrnusambandsins þar sem óskað var eftir breyttum starfsháttum hjá læknateymi landsliðsins. Landsliðsþjálfarinn Deschamps var spurður út í kvörtunina og hvort köldu blési milli landsliðsins og PSG. Hann þvertók fyrir það. „Þetta er búið og gert. Ég er miður mín yfir því hvernig fór með Ousmane og Dez, meiðslanna vegna og vegna þess að við missum tvo lykilleikmenn, en við höndluðum allt af fagmennsku eins og við gerum með alla leikmenn. Því miður gerðist þetta og meiðslin urðu hjá tveimur leikmönnum PSG, en PSG er ekki óvinur okkar og hefur aldrei verið. Þrátt fyrir að hagsmunir okkar stangist á. Ísland er eini óvinur okkar.“ Deschamps var þá spurður hvort hann myndi bregðast við gagnrýninni og breyta starfsháttum læknateymisins, en hann sagði enga vankanta að finna þar. „Samkvæmt reglum skiluðu allir leikmenn inn skýrslu um líkamlegt ástand. Þar voru aðeins tveir meiddir leikmenn, William Saliba og Rayan Cherki, sem ég valdi ekki vegna þess að þeir eru meiddir“ sagði Deschamps og gaf þar í skyn að hvorki PSG né leikmennirnir hefðu látið vita af meiðslum áður.
Franski boltinn Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira