Fleiri fréttir Örn aðeins með í einni grein á ÓL Örn Arnarson mun aðeins keppa í einni grein Ólympíuleikunum í Aþenu sem hefjast í næsta mánuði. 20.7.2004 00:01 Stórir sigrar hjá KR og Njarðvík Njarðvík og KR unnu bæði stóra sigra á fyrsta degi Hraðmóts ÍR sem fram fer þessa dagana í Seljaskóla. Njarðvíkingar unnu heimamenn í ÍR, 90-69, en KR-ingar lögðu nýliða Fjölnis, 92-68. 20.7.2004 00:01 Loksins komust FH á toppinn FH-ingar fögnuðu ekki bara þremur stigum í húsi eftir 1-0 sigur þeirra á Fylki í fyrrakvöld því þeir voru einnig komnir í toppsæti Landsbankadeild karla í fyrsta sinn í rúmlega níu ár eða síðan þeir voru í efsta sætinu eftir aðra umferð 1995. 20.7.2004 00:01 Hólmfríður tryggði KR sigur Hólmfríður Magnúsdóttir tryggði KR 1-0 sigur á hollensku meisturunum, Ter Leede, í fyrsta leik liðsins í Evrópukeppni meistaraliða í kvennaflokki í gær. KR spilar í riðli sem fram fer í Slóveníu. 20.7.2004 00:01 Úrúgvæ og Brasilía í undanúrslit Úrugvæ og Brasilía tryggðu sér sæti í undanúrslitum Suður Ameríkukeppni landsliða. Úrugvæ sigraði Paragvæ með þremur mörkum gegn einu og Brasilía tók Mexíkó í karphúsið, 4-0. 19.7.2004 00:01 Devers á fimmtu ólympíuleikana Bandaríska hlaupakonan Gail Devers tryggði sér þátttökurétt á fimmtu Ólympíuleikunum á ferlinum þegar hún sigraði í 100 metra grindahlaupi á bandaríska úrtökumótinu í gærkvöldi. 19.7.2004 00:01 Bergqvist slítur hásin Hin sænska Kajsa Bergqvist, besti hástökkvari heims, varð fyrir því óláni að slíta hásin á móti í Svíþjóð í gær. Kajsa Bergqvist verður frá æfingum og keppni næstu 8 til 9 mánuðina og missir því af Ólympíuleikunum. 19.7.2004 00:01 Tiger Woods enn efstur Tiger Woods er enn efstur á styrkleikalista kylfinga en Ernie Els, sem tapaði bráðabana fyrir Todd Hamilton á opna breska meistaramótinu, er skammt undan í öðru sæti. Vijay Singh er þrijði. Sigurvegarinn á opna breska meistaramótinu, Todd Hamilton hækkaði sig um 40 sæti, fór úr 56. sæti upp í það sextánda. 19.7.2004 00:01 Verðlaunafé jafnað KSÍ hefur fyrir tilstuðlan Landsbanka Íslands ákveðið að jafna verðlaunafé í Landsbankadeildum karla og kvenna en KSÍ hefur legið undir ámæli vegna þessa. Íslandsmeistarar í Landsbankadeild karla fengu eina milljón króna en Íslandsmeistari í Landsbankadeild kvenna 300.000 kr. 19.7.2004 00:01 Vala hefur ekkert keppt Vala Flosadóttir stangarstökkvari, sem fékk bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Sidney fyrir fjórum árum, hefur enn ekkert keppt það sem af er þessu ári vegna meiðsla og hún verður ekki með á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fer um næstu helgi. 19.7.2004 00:01 Everton vill halda Rooney Eigandi Everton segist hafa boðið Wayne Rooney 50 þúsund pund í vikulaun eða 650 þúsund krónur sem gera 340 millónir króna á ári, til þess að reyna að halda honum hjá félaginu. Rooney skrifaði undir nýjan samning við Everton í janúar 2003 og eru tvö ár eftir af honum og vilja Evertonmenn að Rooney skrifi undir 5 ára samning. 19.7.2004 00:01 Jafnt hjá Grindavík og ÍA Grindavík og ÍA skildu jöfn, 1-1, í leik liðanna í Landsbankadeildinni í Grindavík í gærkvöld. Grindvíkingar mættu til leiks í sínum fyrsta leik undir stjórn nýrra þjálfara og það má segja að breytingar hafi strax sést á leik liðsins. 19.7.2004 00:01 FH-ingar á toppinn FH-ingar komust á topp Landsbankadeildarinnar í fyrsta sinn í sumar þegar þeir lögðu Fylkismenn, 1-0, í Kaplakrika í gærkvöld í uppgjöri toppliða deildarinnar. Þetta var jafnframt fyrsti sigur FH-inga á Fylki í deildinni í sex leikjum og fjórði leikurinn í röð sem Fylkis spilar án sigurs. 19.7.2004 00:01 Stórsigur Breiðabliks á Akureyri Blikastúlkur gerðu góða ferð til Akureyrar þegar þær lögðu stöllur sínar í Þór/KA/KS, 8-0, í leik liðanna í Landsbankadeild kvenna í kvöld. 19.7.2004 00:01 Fyrsti sigur Fjölnis Fjölnisstúlkur unnu sinn fyrsta sigur í Landsbankadeild kvenna í kvöld þegar þær lögðu Stjörnustúlkur, 1-0, í Garðabæ. 19.7.2004 00:01 Norðurlandamet hjá Þóreyju Eddu Þórey Edda Elísdóttir stökk 4,60 metra í stangarstökki á móti í Madríd á Spáni í gærkvöld og bætti þar með eigið Íslands- og Norðurlandamet um sex sentimetra. Þórey Edda hafnaði í öðru sæti á mótinu og sveif yfir 4,60 í annarri tilraun en sigurvegari varð rússneski heimsmethafinn, Svetlana Feofanova. 18.7.2004 00:01 Argentína og Kólumbía áfram Argentína og Kólumbía mætast í undanúrslitum Suður-Ameríkukeppninnar í knattspyrnu á þriðjudag. Argentína lagði Perú með einu marki gegn engu í fjórðungsúrslitum í gær en það var táningurinn Carlos Tevez sem skoraði sigurmarkið á 61 mínútu. Þetta er hans fyrsta mark fyrir Argentínu en Teves kom inn á sem varamaður þremur mínútum áður. 18.7.2004 00:01 Hamilton efstur fyrir lokahringinn Bandaríkjamðurinn Todd Hamilton hefur forystu á Opna breska meistaramótinu í golfi fyrir lokahringinn sem hófst í morgun í beinni útsendingu á Sýn. Hamilton lék á 67 höggum í gær og er samtals á átta höggum undir pari. Höggi á eftir er Suður-Afríkumaðurinn Ernie Else sem lék á 68 höggum og er á sjö undir pari. 18.7.2004 00:01 Sainz á sigurinn vísan Carloz Sainz frá Spáni á sigur vísan í Argentínurallinu. Marcus Gronhölm frá Finnlandi, sem hafði forystuna, féll úr keppni í morgun. 18.7.2004 00:01 Haraldur heimsbikarmeistari Haraldur Pétursson varð heimsbikarmeistari í torfæruakstri í gær en hann sigraði með glæsibrag í keppni sem fram fór við Stapafell á Reykjanesi. Haraldur er með fullt hús stiga í keppninni og enginn getur náð honum að stigum þegar fjórða og síðasta umferð heimsbikarsins fer fram á Hellu. 18.7.2004 00:01 Jafntefli gegn Þjóðverjum Íslenska unglingalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, gerði í gær jafntefli gegn Þjóðverjum, 31-31, en leikið var í Þýskalandi. Árni Þór Sigtryggsson og Jóhann Gunnar Einarsson voru markahæstir í íslenska liðinu með sjö mörk hvor. 18.7.2004 00:01 Baldur og Rúnar unnu í Skagafirði Bræðurnir Baldur og Rúnar Jónssynir sigruðu í Skagafjarðarrallinu sem fram fór í gær. Í öðru sæti urðu Hilmar B. Þráinsson og Ægir Arnarson Þriðju í mark komu Daníel Sigurðsson og Sunneva Ólafsdóttir. 18.7.2004 00:01 Þrír leikir í Landsbankadeildinni Þrír leikir eru á dagskrá Landsbankadeildar karla í knattspyrnu í kvöld. Fram og ÍBV eigast við á Laugardalsvelli, KR fær Keflavík í heimsókn í Vesturbæinn og norður á Akureyri eigast við KA og Víkingur. 18.7.2004 00:01 Landsleikur við Ungverja kl. 16 Nú klukkan 16 að íslenskum tíma leikur karlalandsliðið í handknattleik seinni vináttuleik sinn við Ungverja þar ytra. Fyrri leikurinn fór fram á föstudaginn þar sem okkar menn töpuðu með tíu marka mun, 30-20. </font /> 18.7.2004 00:01 Gonzalez sigraði í 14. áfanga Spánverjinn Aitor Gonzalez sigraði í 14. áfanga Frakklandshjólreiðanna, eða Tour de France, sem fram fór í dag. Heimamaðurinn Nicolas Jalabert kom annar í mark og Christophe Mengin, einnig frá Frakklandi, varð þriðji. </font /> 18.7.2004 00:01 Íslendingar töpuðu aftur Ungverjar unnu Íslendinga öðru sinni á þremur dögum nú fyrir stundu þegar liðin áttust við í vináttuleik í Ungverjalandi. Lokatölur leiksins urðu 32-28. 18.7.2004 00:01 Stórsigur ÍBV á FH ÍBV vann stórsigur, 7-1, á FH í Kapalkrika í leik liðanna í Landsbankadeild kvenna í fótbolta í dag. 18.7.2004 00:01 KR og Keflavík skildu jöfn Meistaravonir KR eru nánast úr sögunni eftir að Íslandsmeistararnir náðu aðeins jafntefli gegn Keflavík á heimavelli í kvöld, 1-1. 18.7.2004 00:01 Yfir 4,60 metra í Madrid Stangarstökkskonan Þórey Edda Elísdóttir gerði sér lítið fyrir og bætti Íslands- og Norðurlandametið í stangarstökki kvenna á alþjóðlegu stigamóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Madrid á laugardaginn. Þórey Edda gerði sér lítið fyrir og fór yfir 4,60 metra og bætti sitt eigið met frá því að móti í Kessell í Þýskalandi 11. júní síðastliðnum um sex sentimetra. 18.7.2004 00:01 Gunnar Heiðar gerði út af við Fram Eyjamenn eru komnir upp í annað sæti Landsbankadeildarinnar í fótbolta eftir að hafa lagt Framara að velli, 2-1, á Laugardalsvelli í gærkvöld. Eyjamenn gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik, skoruðu mark í byrjun leiks og undir lok hálfleiksins og það nægði þrátt fyrir að pressa Framara hafi verið mikil síðustu mínúturnar. 18.7.2004 00:01 26 á leið á Ólympíuleikana Það styttist óðum í að Ólympíuleikarnir hefjist í Aþenu í Grikklandi en 28. Ólympíuleikar sögunnar verða settir þar 13.ágúst næstkomandi. Nokkuð góð mynd er að komast á íslenska hópinn og í dag hafa 26 íslenskir íþróttamenn náð þeim lágmörkum sem til þarf til að komast á leikana. 18.7.2004 00:01 Víkingar unnu KA-menn fyrir norðan Víkingar unnu sanngjarnan og öruggan sigur, 0–2, á KA-mönnum á Akureyrarvelli í gær og hafa nýliðarnir úr Fossvoginum því náð í 13 stig í síðustu fimm leikjum og eru því komnir upp í sjöunda sætið í deildinni. 18.7.2004 00:01 Enn eitt jafnteflið hjá KR-ingum Íslandsmeistarar KR færast fjær því að verja titilinn með hverjum leik. Í gærkvöld komu Keflvíkingar í heimsókn og andlausir KR-ingar náðu aðeins jafntefli gegn varnarsinnuðum Suðurnesjamönnum. 18.7.2004 00:01 Kendall efstur á Opna breska Staða efstu manna á Opna breska meistaramótinu í golfi sem nú fer fram í Skotlandi er hnífjöfn. Efstur er Skip Kendall frá Bandaríkjunum á sjö höggum undir pari vallarins, sem er 71, en á eftir honum kemur Frakkinn Thomas Levet á sex undir pari. 17.7.2004 00:01 Eiður lagði upp eina mark Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen átti mjög góðan leik í fyrsta leik Chelsea undir stjórn Jose Mourinho þrátt fyrir að liðið næði aðeins 1-1 jafntefli á móti 3. deildarliði Oxford í dag. Mateja Kezman skoraði eina mark Chelsea í sínum fyrsta leik fyrir félagið. 17.7.2004 00:01 Gaddafi á leið inn í enska boltann Einræðisherra Líbíu, Muammar Gaddafi, og sonur hans hafa mikinn áhuga á að eignast enska úrvalsdeildarliðið Crystal Palace en liðið spilar næsta vetur í úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í sex ár. 17.7.2004 00:01 Toppliðin tapa og tapa í 1.deild Það stefnir í æsispennandi baráttu í 1. deild karla í knattspyrnu eftir mjög óvænt úrslit í síðustu tveimur umferðunum þar sem oftar en ekki liðið sem er neðar í töflunni hefur fagnað sigri. 17.7.2004 00:01 Stoitchkov í Laugardalnum í haust Frægasti knattspyrnumaður Búlgara frá upphafi, Hristo Stoitchkov, hefur tekið við landsliði Búlgara af Plamen Markov, sem hætti eftir að liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á Evrópumótinu í Portúgal. 17.7.2004 00:01 Jón Arnór hitti aftur mjög illa Jón Arnór Stefánsson skoraði 6 stig, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar á 25 mínútum eftir að hafa komið inn af bekknum í sigurleik Dallas í fyrsta leik liðsins á Klettafjallamótinu í Utah. Þetta er seinni sumardeildin sem Jón Arnór og félagar hans taka þátt í en Mavericks unnu 3 af 4 leikjum mótsins í Los Angeles. <strong><font face="Helv" color="#800000" size="2"> </font></strong> 17.7.2004 00:01 Lárus undir smásjánni í Þýskalandi Landsliðsmaðurinn Lárus Jónsson, sem lék með Hamri í Intersportdeildinni í körfuknattleik á síðasta tímabili, dvaldi í æfingabúðum í Bonn í Þýskalandi um síðustu helgi og stóð sig það vel að eitt þýskt lið í efstu deild sem og eitt spænskt lið hafa áhuga á því að fá hann í sínar raðir. 17.7.2004 00:01 Stjarnan lá fyrir Haukum Einn leikur fór fram í 1. deild karla í fótbolta í dag. Haukar lögðu Stjörnuna í Garðabæ, 4-2. Haukar eru þó enn sem fyrr neðstir í deildinni, nú með 9 stig, einu stigi á eftir Stjörnunni og Völsungi. 17.7.2004 00:01 Armstrong vann 13. áfanga Bandaríski hjólreiðamaðurinn Lance Armstrong vann 13. áfanga Frakklandshjólreiðanna, betur þekktar sem Tour de France, í dag. Armstrong, sem hefur unnið keppnina síðustu fimm ár, náði samt ekki forystunni af Frakkanum Thomas Voekler þrátt fyrir sigurinn í þessum áfanga keppninnar. 17.7.2004 00:01 Mikil pressa á Skjá einum "Við erum undir mikilli pressu að bæta dreifikerfið þessa stundina. Þetta snýst að miklu leiti um enska boltann enda er það ástríðumál fyrir marga," segir Magnús Ragnarsson forstjóri Skjás eins. 17.7.2004 00:01 Árni Gautur til Vålerenga Árni Gautur Arason, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur skrifað undir þriggja ára samning við norska liðið Vålerenga. Árni hefur verið hjá Rosenberg í Noregi undanfarin ár en var lánaður til Manchester City á seinni hluta síðasta tímabils. 16.7.2004 00:01 Kobe áfram hjá Lakers Körfuknattleiksmaðurinn Kobe Bryant hefur skrifað undir nýjan samning við Los Angeles Lakers en vangaveltur voru uppi um að hann væri á leið frá félaginu. Samningurinn er til sjö ára og er metinn á 136 milljónir bandaríkjadala. 16.7.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Örn aðeins með í einni grein á ÓL Örn Arnarson mun aðeins keppa í einni grein Ólympíuleikunum í Aþenu sem hefjast í næsta mánuði. 20.7.2004 00:01
Stórir sigrar hjá KR og Njarðvík Njarðvík og KR unnu bæði stóra sigra á fyrsta degi Hraðmóts ÍR sem fram fer þessa dagana í Seljaskóla. Njarðvíkingar unnu heimamenn í ÍR, 90-69, en KR-ingar lögðu nýliða Fjölnis, 92-68. 20.7.2004 00:01
Loksins komust FH á toppinn FH-ingar fögnuðu ekki bara þremur stigum í húsi eftir 1-0 sigur þeirra á Fylki í fyrrakvöld því þeir voru einnig komnir í toppsæti Landsbankadeild karla í fyrsta sinn í rúmlega níu ár eða síðan þeir voru í efsta sætinu eftir aðra umferð 1995. 20.7.2004 00:01
Hólmfríður tryggði KR sigur Hólmfríður Magnúsdóttir tryggði KR 1-0 sigur á hollensku meisturunum, Ter Leede, í fyrsta leik liðsins í Evrópukeppni meistaraliða í kvennaflokki í gær. KR spilar í riðli sem fram fer í Slóveníu. 20.7.2004 00:01
Úrúgvæ og Brasilía í undanúrslit Úrugvæ og Brasilía tryggðu sér sæti í undanúrslitum Suður Ameríkukeppni landsliða. Úrugvæ sigraði Paragvæ með þremur mörkum gegn einu og Brasilía tók Mexíkó í karphúsið, 4-0. 19.7.2004 00:01
Devers á fimmtu ólympíuleikana Bandaríska hlaupakonan Gail Devers tryggði sér þátttökurétt á fimmtu Ólympíuleikunum á ferlinum þegar hún sigraði í 100 metra grindahlaupi á bandaríska úrtökumótinu í gærkvöldi. 19.7.2004 00:01
Bergqvist slítur hásin Hin sænska Kajsa Bergqvist, besti hástökkvari heims, varð fyrir því óláni að slíta hásin á móti í Svíþjóð í gær. Kajsa Bergqvist verður frá æfingum og keppni næstu 8 til 9 mánuðina og missir því af Ólympíuleikunum. 19.7.2004 00:01
Tiger Woods enn efstur Tiger Woods er enn efstur á styrkleikalista kylfinga en Ernie Els, sem tapaði bráðabana fyrir Todd Hamilton á opna breska meistaramótinu, er skammt undan í öðru sæti. Vijay Singh er þrijði. Sigurvegarinn á opna breska meistaramótinu, Todd Hamilton hækkaði sig um 40 sæti, fór úr 56. sæti upp í það sextánda. 19.7.2004 00:01
Verðlaunafé jafnað KSÍ hefur fyrir tilstuðlan Landsbanka Íslands ákveðið að jafna verðlaunafé í Landsbankadeildum karla og kvenna en KSÍ hefur legið undir ámæli vegna þessa. Íslandsmeistarar í Landsbankadeild karla fengu eina milljón króna en Íslandsmeistari í Landsbankadeild kvenna 300.000 kr. 19.7.2004 00:01
Vala hefur ekkert keppt Vala Flosadóttir stangarstökkvari, sem fékk bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Sidney fyrir fjórum árum, hefur enn ekkert keppt það sem af er þessu ári vegna meiðsla og hún verður ekki með á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fer um næstu helgi. 19.7.2004 00:01
Everton vill halda Rooney Eigandi Everton segist hafa boðið Wayne Rooney 50 þúsund pund í vikulaun eða 650 þúsund krónur sem gera 340 millónir króna á ári, til þess að reyna að halda honum hjá félaginu. Rooney skrifaði undir nýjan samning við Everton í janúar 2003 og eru tvö ár eftir af honum og vilja Evertonmenn að Rooney skrifi undir 5 ára samning. 19.7.2004 00:01
Jafnt hjá Grindavík og ÍA Grindavík og ÍA skildu jöfn, 1-1, í leik liðanna í Landsbankadeildinni í Grindavík í gærkvöld. Grindvíkingar mættu til leiks í sínum fyrsta leik undir stjórn nýrra þjálfara og það má segja að breytingar hafi strax sést á leik liðsins. 19.7.2004 00:01
FH-ingar á toppinn FH-ingar komust á topp Landsbankadeildarinnar í fyrsta sinn í sumar þegar þeir lögðu Fylkismenn, 1-0, í Kaplakrika í gærkvöld í uppgjöri toppliða deildarinnar. Þetta var jafnframt fyrsti sigur FH-inga á Fylki í deildinni í sex leikjum og fjórði leikurinn í röð sem Fylkis spilar án sigurs. 19.7.2004 00:01
Stórsigur Breiðabliks á Akureyri Blikastúlkur gerðu góða ferð til Akureyrar þegar þær lögðu stöllur sínar í Þór/KA/KS, 8-0, í leik liðanna í Landsbankadeild kvenna í kvöld. 19.7.2004 00:01
Fyrsti sigur Fjölnis Fjölnisstúlkur unnu sinn fyrsta sigur í Landsbankadeild kvenna í kvöld þegar þær lögðu Stjörnustúlkur, 1-0, í Garðabæ. 19.7.2004 00:01
Norðurlandamet hjá Þóreyju Eddu Þórey Edda Elísdóttir stökk 4,60 metra í stangarstökki á móti í Madríd á Spáni í gærkvöld og bætti þar með eigið Íslands- og Norðurlandamet um sex sentimetra. Þórey Edda hafnaði í öðru sæti á mótinu og sveif yfir 4,60 í annarri tilraun en sigurvegari varð rússneski heimsmethafinn, Svetlana Feofanova. 18.7.2004 00:01
Argentína og Kólumbía áfram Argentína og Kólumbía mætast í undanúrslitum Suður-Ameríkukeppninnar í knattspyrnu á þriðjudag. Argentína lagði Perú með einu marki gegn engu í fjórðungsúrslitum í gær en það var táningurinn Carlos Tevez sem skoraði sigurmarkið á 61 mínútu. Þetta er hans fyrsta mark fyrir Argentínu en Teves kom inn á sem varamaður þremur mínútum áður. 18.7.2004 00:01
Hamilton efstur fyrir lokahringinn Bandaríkjamðurinn Todd Hamilton hefur forystu á Opna breska meistaramótinu í golfi fyrir lokahringinn sem hófst í morgun í beinni útsendingu á Sýn. Hamilton lék á 67 höggum í gær og er samtals á átta höggum undir pari. Höggi á eftir er Suður-Afríkumaðurinn Ernie Else sem lék á 68 höggum og er á sjö undir pari. 18.7.2004 00:01
Sainz á sigurinn vísan Carloz Sainz frá Spáni á sigur vísan í Argentínurallinu. Marcus Gronhölm frá Finnlandi, sem hafði forystuna, féll úr keppni í morgun. 18.7.2004 00:01
Haraldur heimsbikarmeistari Haraldur Pétursson varð heimsbikarmeistari í torfæruakstri í gær en hann sigraði með glæsibrag í keppni sem fram fór við Stapafell á Reykjanesi. Haraldur er með fullt hús stiga í keppninni og enginn getur náð honum að stigum þegar fjórða og síðasta umferð heimsbikarsins fer fram á Hellu. 18.7.2004 00:01
Jafntefli gegn Þjóðverjum Íslenska unglingalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, gerði í gær jafntefli gegn Þjóðverjum, 31-31, en leikið var í Þýskalandi. Árni Þór Sigtryggsson og Jóhann Gunnar Einarsson voru markahæstir í íslenska liðinu með sjö mörk hvor. 18.7.2004 00:01
Baldur og Rúnar unnu í Skagafirði Bræðurnir Baldur og Rúnar Jónssynir sigruðu í Skagafjarðarrallinu sem fram fór í gær. Í öðru sæti urðu Hilmar B. Þráinsson og Ægir Arnarson Þriðju í mark komu Daníel Sigurðsson og Sunneva Ólafsdóttir. 18.7.2004 00:01
Þrír leikir í Landsbankadeildinni Þrír leikir eru á dagskrá Landsbankadeildar karla í knattspyrnu í kvöld. Fram og ÍBV eigast við á Laugardalsvelli, KR fær Keflavík í heimsókn í Vesturbæinn og norður á Akureyri eigast við KA og Víkingur. 18.7.2004 00:01
Landsleikur við Ungverja kl. 16 Nú klukkan 16 að íslenskum tíma leikur karlalandsliðið í handknattleik seinni vináttuleik sinn við Ungverja þar ytra. Fyrri leikurinn fór fram á föstudaginn þar sem okkar menn töpuðu með tíu marka mun, 30-20. </font /> 18.7.2004 00:01
Gonzalez sigraði í 14. áfanga Spánverjinn Aitor Gonzalez sigraði í 14. áfanga Frakklandshjólreiðanna, eða Tour de France, sem fram fór í dag. Heimamaðurinn Nicolas Jalabert kom annar í mark og Christophe Mengin, einnig frá Frakklandi, varð þriðji. </font /> 18.7.2004 00:01
Íslendingar töpuðu aftur Ungverjar unnu Íslendinga öðru sinni á þremur dögum nú fyrir stundu þegar liðin áttust við í vináttuleik í Ungverjalandi. Lokatölur leiksins urðu 32-28. 18.7.2004 00:01
Stórsigur ÍBV á FH ÍBV vann stórsigur, 7-1, á FH í Kapalkrika í leik liðanna í Landsbankadeild kvenna í fótbolta í dag. 18.7.2004 00:01
KR og Keflavík skildu jöfn Meistaravonir KR eru nánast úr sögunni eftir að Íslandsmeistararnir náðu aðeins jafntefli gegn Keflavík á heimavelli í kvöld, 1-1. 18.7.2004 00:01
Yfir 4,60 metra í Madrid Stangarstökkskonan Þórey Edda Elísdóttir gerði sér lítið fyrir og bætti Íslands- og Norðurlandametið í stangarstökki kvenna á alþjóðlegu stigamóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Madrid á laugardaginn. Þórey Edda gerði sér lítið fyrir og fór yfir 4,60 metra og bætti sitt eigið met frá því að móti í Kessell í Þýskalandi 11. júní síðastliðnum um sex sentimetra. 18.7.2004 00:01
Gunnar Heiðar gerði út af við Fram Eyjamenn eru komnir upp í annað sæti Landsbankadeildarinnar í fótbolta eftir að hafa lagt Framara að velli, 2-1, á Laugardalsvelli í gærkvöld. Eyjamenn gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik, skoruðu mark í byrjun leiks og undir lok hálfleiksins og það nægði þrátt fyrir að pressa Framara hafi verið mikil síðustu mínúturnar. 18.7.2004 00:01
26 á leið á Ólympíuleikana Það styttist óðum í að Ólympíuleikarnir hefjist í Aþenu í Grikklandi en 28. Ólympíuleikar sögunnar verða settir þar 13.ágúst næstkomandi. Nokkuð góð mynd er að komast á íslenska hópinn og í dag hafa 26 íslenskir íþróttamenn náð þeim lágmörkum sem til þarf til að komast á leikana. 18.7.2004 00:01
Víkingar unnu KA-menn fyrir norðan Víkingar unnu sanngjarnan og öruggan sigur, 0–2, á KA-mönnum á Akureyrarvelli í gær og hafa nýliðarnir úr Fossvoginum því náð í 13 stig í síðustu fimm leikjum og eru því komnir upp í sjöunda sætið í deildinni. 18.7.2004 00:01
Enn eitt jafnteflið hjá KR-ingum Íslandsmeistarar KR færast fjær því að verja titilinn með hverjum leik. Í gærkvöld komu Keflvíkingar í heimsókn og andlausir KR-ingar náðu aðeins jafntefli gegn varnarsinnuðum Suðurnesjamönnum. 18.7.2004 00:01
Kendall efstur á Opna breska Staða efstu manna á Opna breska meistaramótinu í golfi sem nú fer fram í Skotlandi er hnífjöfn. Efstur er Skip Kendall frá Bandaríkjunum á sjö höggum undir pari vallarins, sem er 71, en á eftir honum kemur Frakkinn Thomas Levet á sex undir pari. 17.7.2004 00:01
Eiður lagði upp eina mark Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen átti mjög góðan leik í fyrsta leik Chelsea undir stjórn Jose Mourinho þrátt fyrir að liðið næði aðeins 1-1 jafntefli á móti 3. deildarliði Oxford í dag. Mateja Kezman skoraði eina mark Chelsea í sínum fyrsta leik fyrir félagið. 17.7.2004 00:01
Gaddafi á leið inn í enska boltann Einræðisherra Líbíu, Muammar Gaddafi, og sonur hans hafa mikinn áhuga á að eignast enska úrvalsdeildarliðið Crystal Palace en liðið spilar næsta vetur í úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í sex ár. 17.7.2004 00:01
Toppliðin tapa og tapa í 1.deild Það stefnir í æsispennandi baráttu í 1. deild karla í knattspyrnu eftir mjög óvænt úrslit í síðustu tveimur umferðunum þar sem oftar en ekki liðið sem er neðar í töflunni hefur fagnað sigri. 17.7.2004 00:01
Stoitchkov í Laugardalnum í haust Frægasti knattspyrnumaður Búlgara frá upphafi, Hristo Stoitchkov, hefur tekið við landsliði Búlgara af Plamen Markov, sem hætti eftir að liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á Evrópumótinu í Portúgal. 17.7.2004 00:01
Jón Arnór hitti aftur mjög illa Jón Arnór Stefánsson skoraði 6 stig, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar á 25 mínútum eftir að hafa komið inn af bekknum í sigurleik Dallas í fyrsta leik liðsins á Klettafjallamótinu í Utah. Þetta er seinni sumardeildin sem Jón Arnór og félagar hans taka þátt í en Mavericks unnu 3 af 4 leikjum mótsins í Los Angeles. <strong><font face="Helv" color="#800000" size="2"> </font></strong> 17.7.2004 00:01
Lárus undir smásjánni í Þýskalandi Landsliðsmaðurinn Lárus Jónsson, sem lék með Hamri í Intersportdeildinni í körfuknattleik á síðasta tímabili, dvaldi í æfingabúðum í Bonn í Þýskalandi um síðustu helgi og stóð sig það vel að eitt þýskt lið í efstu deild sem og eitt spænskt lið hafa áhuga á því að fá hann í sínar raðir. 17.7.2004 00:01
Stjarnan lá fyrir Haukum Einn leikur fór fram í 1. deild karla í fótbolta í dag. Haukar lögðu Stjörnuna í Garðabæ, 4-2. Haukar eru þó enn sem fyrr neðstir í deildinni, nú með 9 stig, einu stigi á eftir Stjörnunni og Völsungi. 17.7.2004 00:01
Armstrong vann 13. áfanga Bandaríski hjólreiðamaðurinn Lance Armstrong vann 13. áfanga Frakklandshjólreiðanna, betur þekktar sem Tour de France, í dag. Armstrong, sem hefur unnið keppnina síðustu fimm ár, náði samt ekki forystunni af Frakkanum Thomas Voekler þrátt fyrir sigurinn í þessum áfanga keppninnar. 17.7.2004 00:01
Mikil pressa á Skjá einum "Við erum undir mikilli pressu að bæta dreifikerfið þessa stundina. Þetta snýst að miklu leiti um enska boltann enda er það ástríðumál fyrir marga," segir Magnús Ragnarsson forstjóri Skjás eins. 17.7.2004 00:01
Árni Gautur til Vålerenga Árni Gautur Arason, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur skrifað undir þriggja ára samning við norska liðið Vålerenga. Árni hefur verið hjá Rosenberg í Noregi undanfarin ár en var lánaður til Manchester City á seinni hluta síðasta tímabils. 16.7.2004 00:01
Kobe áfram hjá Lakers Körfuknattleiksmaðurinn Kobe Bryant hefur skrifað undir nýjan samning við Los Angeles Lakers en vangaveltur voru uppi um að hann væri á leið frá félaginu. Samningurinn er til sjö ára og er metinn á 136 milljónir bandaríkjadala. 16.7.2004 00:01