Sport

Gaddafi á leið inn í enska boltann

Einræðisherra Líbíu, Muammar Gaddafi, og sonur hans hafa mikinn áhuga á að eignast enska úrvalsdeildarliðið Crystal Palace en liðið spilar næsta vetur í úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í sex ár. Stjórnarformaðurinn og eigandinn, Simon Jordan, hefur staðfest áhuga Gaddafi en margoft hafa borist fréttir af knattspyrnuævintýrum sonar Gaddafi sem hefur verið að reyna komast að hjá liðum á Ítalíu. Gaddafi á þegar 7,5% hluti í ítalska liðinu Juventus en hefur þó ekki lagt formlega inn tilboð en Jordan segist taka vel í allt sem geti hjálpað Crystal Palace til ná betri árangri í framtíðinni. Afskipti Gaddafis yrðu þó örugglega mjög umdeild enda haaf samskipti milli hans og Bretlands verið afar erfið eftir að hann lét sprengja flugvél yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988 sem kostaði 270 manns lífið. Nú er að sjá hvort þjoðartekjur þessa umdeilda lands í Norður-Afríku fari í að koma Lundúnarliðinu upp í hæstu hæðir. Jordan sjálfur er á leiðinni að hætta afskiftum sínum að knattspyrnu og það hefur ýtt undir líkur þess að líbíski einræðisherrann fari einnig að ráða ríkjum í ensku úrvalsdeildinni og að sonur hans fái kannski fast sæti í framlínu liðsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×