Sport

Eiður lagði upp eina mark Chelsea

Eiður Smári Guðjohnsen átti mjög góðan leik í fyrsta leik Chelsea undir stjórn Jose Mourinho þrátt fyrir að liðið næði aðeins 1-1 jafntefli á móti 3. deildarliði Oxford í dag. Mateja Kezman skoraði eina mark Chelsea í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Það langbesta við leik Chelsea-liðsins var hversu Eiður Smári og nýi serbneski framherjinn Mateja Kezman náðu vel saman en Kezman skoraði meðal annars eina mark Chelsea í leiknum eftir sendingu frá Eið Smára. Kezman tókst auk þess að klúðra mörgum dauðafærum til viðbótar flest öll í boði glæsilegra sendinga Eiðs. Chelsea spilar næst á æfingamótinu í Bandaríkjunum sem hefst um næstu helgi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×