Sport

Kobe áfram hjá Lakers

Körfuknattleiksmaðurinn Kobe Bryant hefur skrifað undir nýjan samning við Los Angeles Lakers en vangaveltur voru uppi um að hann væri á leið frá félaginu. Samningurinn er til sjö ára og er metinn á 136 milljónir bandaríkjadala. Sögur hafa verið á kreiki að ósætti væri á milli Kobe og Shaquielle O´Neal, miðherja Lakers, en hann fór til Miami Heat í fyrradag. Aðspurður hvort hann hefði eitthvað með það að gera að O´Neal og þjálfari liðsins, Phil Jackson, hefðu yfirgefið félagið segist Kobe ekkert hafa með það að gera. Kobe sést hér undirrita nýja samninginn. Við hlið hans situr Mitch Kupchak, aðalframkvæmdastjóri Lakers. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×