26 á leið á Ólympíuleikana 18. júlí 2004 00:01 Það styttist óðum í að Ólympíuleikarnir hefjist í Aþenu í Grikklandi en 28. Ólympíuleikar sögunnar verða settir þar 13.ágúst næstkomandi. Nokkuð góð mynd er að komast á íslenska hópinn og í dag hafa 26 íslenskir íþróttamenn náð þeim lágmörkum sem til þarf til að komast á leikana. Á leikana í Syndey fyrir fjórum árum fóru 18 íslenskir keppendur, allir í einstaklingsgreinum en ellefu einstaklingsíþróttamenn hafa nú unnið sér sæti í íslenska Ólympíuliðinu. Af þessum 26 sem eru komnir inn nú eru 15 handknattleiksmenn sem mega vera skráðir til leiks en Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur þó enn ekki ákveðið lokahóp sinn á leikunum. Tuttugu leikmenn berjast þar ennþá um þessi sæti sem eru laus í liðinu. Sjö sundmenn hafa náð að synda undir settum lágmörkum og tveir frjálsíþróttamenn, þau Þórey Edda Elísdóttir og Jón Arnar Magnússon hafa náð lágmörkum í sínum greinum. Rúnar Alexandersson keppir í fimleikum en hann náði að tryggja sig inn á leikana á Heimameistaramótinu í ágúst 2003 og Hafsteinn Ægir Geirsson mun keppa í siglingum, en hann fékk boð um það á dögunum frá Alþjóða Siglingasambandinu. Vonir eru bundnar við að fjölgað gæti í hópnum því sundmenn hafa frest til dagsins í dag til að ná sínum lágmörkum og frjálsíþróttamenn hafa frest til 9. ágúst til að ná sínum lágmörkum. Með þessum 26 íþróttamönnum munu fara 19 aðstoðarmenn; fararstjórar, flokksstjórar, læknir, sjúkraþjálfarar, sálfræðingur, þjálfarar og aðstoðarþjálfarar. Fararstjórn ÍSÍ ásamt flokksstjórum og þjálfurum hefur í allan vetur haldið reglulega fundi til að, bæði miðla upplýsingum og eins til að efla samstöðu innan hópsins og hefur það gengið vel. Ólympíuleikarnir í Sydney voru mjög minnisstæðir því þar varð Vala Flosadóttir fyrsta konan og aðeins þriðji íslenski íþróttamaðurinn til að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum þegar hún vann brons í stangarstökki. Vilhjálmur Einarsson vann silfur í þrístökki í Melbourne 1956 og Bjarni Friðriksson vann brons í júdó í Los Angeles fyrir tuttugu árum síðan. Íslenskir íþróttamenn á ÓL í Aþenu: Handknattleikur: Íslenska karlalandsliðið - Keppendur 15 Fimleikar: Rúnar Alexandersson Frjálsíþróttir: Jón Arnar Magnússon og Þórey Edda Elísdóttir Sund: - Keppendur 7 - Örn Arnarson (50m skriðsund, 100m skriðsund, 100m baksund, 100m flugsund, 200m fjórsund) - Jakob Jóhann Sveinsson (100m bringusund, 200m bringusund) - Íris Edda Heimisdóttir (100m bringusund) - Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir (50m skriðsund, 100m skriðsund, 100m flugsund) - Lára Hrund Bjargardóttir (200m skriðsund, 200m fjórsund) - Ragnheiður Ragnarsdóttir (50m skriðsund, 100m skriðsund) - Hjörtur Már Reynisson (100m flugsund) Siglingar: Hafsteinn Ægir Geirsson Fjöldi íslenskra keppenda á síðustu tíu leikjum: Sydney 2000 18 (Flestir í sundi - 9) Atlanta 1996 9 (Flestir í sundi og frjálsum - 3) Barcelona 1992 30 (Flestir í handbolta - 16) Seoul 1988 30 (Flestir í handbolta - 16) Los Angeles 1984 30 (Flestir í handbolta - 15) Moskva 1980 9 (Flestir í frjálsum - 4) Montreal 1976 13 (Flestir í frjálsum - 7) Munchen 1972 26 (Flestir í handbolta - 16) Íþróttir Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Það styttist óðum í að Ólympíuleikarnir hefjist í Aþenu í Grikklandi en 28. Ólympíuleikar sögunnar verða settir þar 13.ágúst næstkomandi. Nokkuð góð mynd er að komast á íslenska hópinn og í dag hafa 26 íslenskir íþróttamenn náð þeim lágmörkum sem til þarf til að komast á leikana. Á leikana í Syndey fyrir fjórum árum fóru 18 íslenskir keppendur, allir í einstaklingsgreinum en ellefu einstaklingsíþróttamenn hafa nú unnið sér sæti í íslenska Ólympíuliðinu. Af þessum 26 sem eru komnir inn nú eru 15 handknattleiksmenn sem mega vera skráðir til leiks en Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur þó enn ekki ákveðið lokahóp sinn á leikunum. Tuttugu leikmenn berjast þar ennþá um þessi sæti sem eru laus í liðinu. Sjö sundmenn hafa náð að synda undir settum lágmörkum og tveir frjálsíþróttamenn, þau Þórey Edda Elísdóttir og Jón Arnar Magnússon hafa náð lágmörkum í sínum greinum. Rúnar Alexandersson keppir í fimleikum en hann náði að tryggja sig inn á leikana á Heimameistaramótinu í ágúst 2003 og Hafsteinn Ægir Geirsson mun keppa í siglingum, en hann fékk boð um það á dögunum frá Alþjóða Siglingasambandinu. Vonir eru bundnar við að fjölgað gæti í hópnum því sundmenn hafa frest til dagsins í dag til að ná sínum lágmörkum og frjálsíþróttamenn hafa frest til 9. ágúst til að ná sínum lágmörkum. Með þessum 26 íþróttamönnum munu fara 19 aðstoðarmenn; fararstjórar, flokksstjórar, læknir, sjúkraþjálfarar, sálfræðingur, þjálfarar og aðstoðarþjálfarar. Fararstjórn ÍSÍ ásamt flokksstjórum og þjálfurum hefur í allan vetur haldið reglulega fundi til að, bæði miðla upplýsingum og eins til að efla samstöðu innan hópsins og hefur það gengið vel. Ólympíuleikarnir í Sydney voru mjög minnisstæðir því þar varð Vala Flosadóttir fyrsta konan og aðeins þriðji íslenski íþróttamaðurinn til að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum þegar hún vann brons í stangarstökki. Vilhjálmur Einarsson vann silfur í þrístökki í Melbourne 1956 og Bjarni Friðriksson vann brons í júdó í Los Angeles fyrir tuttugu árum síðan. Íslenskir íþróttamenn á ÓL í Aþenu: Handknattleikur: Íslenska karlalandsliðið - Keppendur 15 Fimleikar: Rúnar Alexandersson Frjálsíþróttir: Jón Arnar Magnússon og Þórey Edda Elísdóttir Sund: - Keppendur 7 - Örn Arnarson (50m skriðsund, 100m skriðsund, 100m baksund, 100m flugsund, 200m fjórsund) - Jakob Jóhann Sveinsson (100m bringusund, 200m bringusund) - Íris Edda Heimisdóttir (100m bringusund) - Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir (50m skriðsund, 100m skriðsund, 100m flugsund) - Lára Hrund Bjargardóttir (200m skriðsund, 200m fjórsund) - Ragnheiður Ragnarsdóttir (50m skriðsund, 100m skriðsund) - Hjörtur Már Reynisson (100m flugsund) Siglingar: Hafsteinn Ægir Geirsson Fjöldi íslenskra keppenda á síðustu tíu leikjum: Sydney 2000 18 (Flestir í sundi - 9) Atlanta 1996 9 (Flestir í sundi og frjálsum - 3) Barcelona 1992 30 (Flestir í handbolta - 16) Seoul 1988 30 (Flestir í handbolta - 16) Los Angeles 1984 30 (Flestir í handbolta - 15) Moskva 1980 9 (Flestir í frjálsum - 4) Montreal 1976 13 (Flestir í frjálsum - 7) Munchen 1972 26 (Flestir í handbolta - 16)
Íþróttir Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira